From Science Fiction to Reality: The Evolution of Cyberspace Across Decades​

30. september 2025

Í síðustu viku fór fram Nokia day hér á landi þar sem framtíð net- og fjarskiptatækni var í brennidepli.

Tæknistjóri Ljósleiðarans, Jón Ingi Ingimundarson, hélt þar fyrirlestur sem bar titilinn „From science fiction to reality: The evolution of cyberspace across decades“ og deildi sinni persónulegu upplifun á það hvernig hugmyndir um stafræna framtíð vöktu áhuga hans og mótuðu hann þegar hann var unglingur á Íslandi á níunda áratugnum – löngu áður en hugmyndir um „cyberspace“ urðu að veruleika.

Það er ótrúlegt að sjá hvernig framtíðarsýn sem virtist þá svo fjarlæg er nú orðin hluti af daglegu lífi okkar. Eða eins og Jón Ingi sagði sjálfur í erindi sínu „Back in 1985, the idea of “cyberspace” felt like an escape – an alternative to moving abroad in search of something bigger. How differently things turned out.“

Við erum stolt af því að hafa lagt okkar af mörkum í þessari þróun og að Ljósleiðarinn sé í lykilstöðu til að halda áfram að móta stafrænt samfélag Íslands til framtíðar.

 

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.