Frá núlli í hátæknihöfuðborg á 10 árum
11. september 2025
11. september 2025
Vissir þú að Reykjavík varð fullkomlega ljósleiðaravædd árið 2015? Á aðeins tíu árum tókst að tryggja borgarbúum eitt öflugasta net í heimi – ljósleiðara.
Frá upphafi var markmiðið skýrt: Reykjavík átti að verða hátæknihöfuðborg framtíðarinnar, þar sem öll heimili gætu notið fyrsta flokks netsambands með ljósleiðaratækni. Þetta háleita markmið hefur svo sannarlega ræst, enda er Ljósleiðarinn nú hornsteinn í daglegu lífi fólks, vinnu og afþreyingu.
Ísland fremst í stafrænum heimi
Samkvæmt skýrslu Fjarskiptastofu frá 2024 er Ísland fremst í flokki þegar kemur að háhraðanettengingum. Nánast öll íslensk heimili (99%) eru nú með hraða sem er að minnsta kosti 30 Mbit/sek, og flest geta notið niðurhalshraða allt að 1 Gíg!
Ljósleiðarinn gerir okkur kleift að tengjast betur, vinna hraðar og njóta skemmtunar án takmarkana – og við ætlum okkur áfram að vera brautryðjandi í stafrænni þróun.
Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.