Fjölmennt hjá Ljósleiðaranum á Framadögum

14. febrúar 2025

Framadagar Háskólans í Reykjavík fóru fram í gær og voru vel sóttir af metnaðarfullum háskólanemum sem vilja kynna sér framtíðartækifæri á vinnumarkaðnum. Ljósleiðarinn, ásamt Orkuveitunni og hinum dótturfélögum hennar – Carbfix, Orku náttúrunnar og Veitum, var með glæsilegan bás sem vakti mikla lukku meðal gestanna.

Mikil aðsókn var í básinn þar sem starfsfólk okkar tók á móti nemendum, svaraði spurningum og kynnti fjölbreytt atvinnutækifæri innan fyrirtækisins. Sérstakur áhugi var á sumarstörfum, en mörg vildu einnig vita meira um þau fjölbreyttu verkefni og reynslu sem fyrirtækið býður upp á.

Lukkuhjólið okkar var vinsælt og margir heppnir gestirfóru heim með glæsilega vinninga. Stemningin var frábær allan daginn, og við fundum fyrir miklum áhuga nemenda á starfsemi okkar.

Við hjá Ljósleiðaranum viljum þakka öllum þeim sem komu við á básinn okkar kærlega fyrir spjallið. Við hlökkum til að sjá ykkur í sumarstörfum eða framtíðarstörfum hjá okkur!

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.