Enn eitt skrefið í vexti rafíþrótta á Íslandi
14. janúar 2025
14. janúar 2025
Rafíþróttir hafa á seinustu árum vaxið gríðarlega á Íslandi og eru nú orðnar mikilvægur hluti af íþróttamenningu landsins. Til vitnis um þennan vöxt er þegar Alfreð Leó Svansson, einn fremsti rafíþróttamaður landsins, var nýlega valinn Íþróttamaður ársins hjá Þór Akureyri. Liðið var í öðru sæti á móti Dusty í úrslitaleik Ljósleiðaradeildarinnar í nóvember 2024, þar sem keppt var í einni vinsælustu rafíþróttagrein heims: Counter Strike. Viðurkenning Alfreðs sem Íþróttamaður ársins hjá Þór markar mikilvægt skref fyrir rafíþróttir og gefur til kynna þá viðurkenningu sem greinin er að hljóta. Til viðbótar er gaman að segja frá því að Árveig Lilja, fyrirliði landsliðs Íslands í Counter Strike, var tilnefnd sem Íþróttakona ársins 2024 hjá Þór.
Skólar, sveitarfélög og fyrirtæki hafa lagt sig fram um að styðja greinina, með því að búa til umhverfi og aðstæður fyrir keppnir og hvetja ungmenni til þátttöku. Ljósleiðarinn er aðalstyrktaraðili Counter Strike deildar Rafíþróttasambands Íslands og hefur þannig spilað stórt hlutverk í uppbyggingu og framgangi rafíþrótta á Íslandi. Rafíþróttir eru orðnar hluti af daglegu lífi margra íslenskra ungmenna og bjóða upp á fjölbreytt tækifæri til þroska og árangurs.
Nú hafa rafíþróttadeildirnar hafist aftur af fullum krafti eftir jólafrí og næst á dagskrá eru Reykjavíkurleikarnir þar sem meðal annars verður keppt í Counter Strike. Síðar á árinu verður Vormót og Stórmeistarmót Ljósleiðarans haldið. Rafíþróttir halda áfram að vaxa og dafna á Íslandi, og það verður spennandi að fylgjast með þróuninni í íþróttinni á þessu ári. Með mótunum sem framundan er, er ljóst að 2025 verður spennandi ár fyrir rafíþróttir á Íslandi. Ljósleiðarinn er stoltur styrktaraðili deildarinnar og hlakkar til að styðja við áframhaldandi framgang greinarinnar og sjá enn fleiri íslensk ungmenni blómstra í þessari ört vaxandi íþróttagrein.
Mynd frá úrslitakvöldi Ljósleiðaradeildarinnar í Arena, þar sem lið Alfreðs, Þór Akureyri tekur á móti verðlaunum fyrir 2.sætið.
Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.