Eitt gíg gæðasamband fyrir heimili

29. september 2016

Ljósleiðarinn býður nú upp á Eitt gíg þjónustu frá með 1.október. Það eru 1000 megabitar á sekúndu af gæðasambandi heimila. Eitt gíg nettengingar fást hjá söluaðilum Ljósleiðarans. Hér er að finna söluaðila Ljósleiðarans.

Eitt gíg merki 1000 megabitar
Ljósleiðarinn hefur áður verið á 100 og 500 megabita hraða og hefur nú hámarkshraði tvöfaldast. Ljósleiðarinn hefur það að sínu markmiði að veita íslenskum heimilum hágæða netsamband og verða um 77 þúsund heimili tengd við árslok.

Þarf heimili eitt gíg?

ljo-1000_-_megabit_icons_rgb.png

Ör tækniþróun hefur snjallvætt heimili og þörfin á bandvídd hefur vaxið hratt samhliða því. Heimili voru áður fyrr með 256 kílóbita á sekúndu nethraða og 2-3 tæki nettengd geta nú fengið 1.000.000 kílóbita á sekúndu. Þráðlausir netstaðlar hafa farið frá því að veita 10-25 megabita í upp yfir 1000 megabita í dag. Þetta er allt til að svara bandvíddarþörf heimila sem vex dag frá degi.

Fjöldi tækja sem nýta sér netið hefur margfaldast síðustu árin. Prófið sjálf að telja tækin sem tengjast heima hjá ykkur. Heimili mitt er með yfir 20 tæki tengd netinu og við erum bara fjögur

Okkur stendur til boða þjónusta af ýmsu tagi sem bara er boðin á netinu. Þjónusta sem áður var veitt með öðrum hætti er líka á leiðinni á netið. Þar getum við nefnt sjónvarpsútsendingar, heimabanka, skattskil, öryggisþjónusta og vöktun, og svona má lengi lengi telja. Á meðal þeirra nýju sem bara eru boðin á netinu eru auðvitað samfélagsmiðlarnir, YouTube, Twitch og margt fleira.

Gæðin eru líka að margfaldast. Sjónvarp er frábært dæmi um það. Áður fyrr voru útsendingar í PAL gæðum sem buðu upp á 576i upplausn sem voru 405.504 pixlar. Nú er hægt að streyma Ultra HD á Netflix í 2160p upplausn sem eru 8.294.400 pixlar. Það er ekki bara allt skarpara, heldur eru hljóm- og +litagæði einnig mun betri en þekktist áður fyrr. Einn Ultra HD straumur notar 25 megabita (svo að það þýðir að 4 slíkir straumar sprengja 100 Mb/s tengingu auðveldlega).

uhd-logo-alex4d-black-on-t.png

Þessi þróun í fjölda tækja og gæðum þjónusta er hvergi nærri stöðnuð. Heimilið mun fyllast af snjöllum og nettengdum tækjum á næstunni og öll gæði munu margfaldast á næstu árum. Talið er að nettengd tæki verði um 50-200 milljarðar árið 2020, en þau eru yfir 5 milljarðar í dag.

Nær heimili eitt gíg?

Gagnaveita Reykjavíkur hefur unnið statt og stöðugt í samstarfi við Cisco að uppfæra sín kerfi til að koma 1000 megabitum til heimila. Fjárfest hefur verið í öflugum búnaði í kjarnakerfum Ljósleiðarans og hann settur upp af tæknideild okkar. Það er gert til þess að tengistöðvar geti veitt heimilum það bakbein sem til þarf.

Einnig þarf að huga að búnaði heimila. Netbeinirinn er það fyrsta sem tengist við Ljósleiðarann innan heimilis. Hann þarf að styðja 1000 megabita hraða á WAN-tenginu og vera nógu öflugur í grunninn til að nýta sér þann hraða. Þráðlausa netið þarf líka að vera afkasta mikið til að geta veitt meiri hraða. Best er að vera með þráðlausa staðalinn AC og 5 GHz tíðni til að ná meiri hraða. Meira um netbeina hér.

Þau heimili sem eru með fyrstu til þriðju kynslóðar ljósleiðarabox þurfa að fá uppfærslu í fjórðu kynslóð. Þau heimili (sem kaupa sér eitt gíg þjónustu)hafa samband við sitt fjarskiptafélag og fá þá uppfærslu á boxinu innan skamms (til að geta nýtt sér þennan mikla hraða).

Betra net, betra samfélag

Það er hagur samfélags að vera með öflugar nettengingar, rétt eins og að vera með breiða og slétta vegi til að komast milli staða á skömmum tíma á öruggan máta. Ísland er að komast í hóp þjóða sem eru með hraðar nettengingar sem víðast. Nethraði Íslands er að meðaltali 17 megabita á sekúndu sem er svipað og nágrannaþjóðir okkar og hraðara en Danmörk samkvæmt mælingum Akamai. Mesti mögulegi nethraði að meðaltali er um 76 megabitar á sekúndu sem raðar sér í toppsætin í mælingum.

Við hjá Ljósleiðaranum erum stolt af þátttöku okkar í að auka samkeppnishæfni Íslands.

Erling Freyr Guðmundsson
Framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.