Einstaklega bleikur Ljósleiðari á Bleika deginum

23. október 2024

Októbermánuður er tileinkaður Bleiku slaufunni en á ári hverju greinist að meðaltali 971 kona með krabbamein hér á landi. Ljósleiðarinn er vissulega ávallt bleikur, en í dag á Bleika deginum tók Ljósleiðarastarfsfólk sig saman og klæddist bleiku til að vekja athygli á og styðja við átak Krabbameinsfélagsins. Átakið snýr að mikilvægi þess að konur og kvár fari í reglubundna skimun fyrir brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini.

Á Íslandi hefur verið sýnt fram á að reglubundin skimun fyrir brjóstakrabbameini lækkar dánartíðni um 30-40%. Reglubundin skimun fyrir leghálskrabbameini fækkar tilfellum um allt að 90% og því til mikils að vinna að mæta í skimun.

Krabbameinsfélagið heldur úti öflugum fræðsluvef, bæði fyrir þau sem greinast og aðstandendur þeirra. Þar er einnig að finna upplýsingar um forvarnir og hægt að styrkja átakið bæði með því að kaupa varning í bleiku búðinni eða með frjálsum framlögum. 

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.