Einstaklega bleikur Ljósleiðari á Bleika deginum
23. október 2024
23. október 2024
Októbermánuður er tileinkaður Bleiku slaufunni en á ári hverju greinist að meðaltali 971 kona með krabbamein hér á landi. Ljósleiðarinn er vissulega ávallt bleikur, en í dag á Bleika deginum tók Ljósleiðarastarfsfólk sig saman og klæddist bleiku til að vekja athygli á og styðja við átak Krabbameinsfélagsins. Átakið snýr að mikilvægi þess að konur og kvár fari í reglubundna skimun fyrir brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini.
Á Íslandi hefur verið sýnt fram á að reglubundin skimun fyrir brjóstakrabbameini lækkar dánartíðni um 30-40%. Reglubundin skimun fyrir leghálskrabbameini fækkar tilfellum um allt að 90% og því til mikils að vinna að mæta í skimun.
Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.