Dagný Hrönn tekur við stjórnarformennsku Ljósleiðarans
19. apríl 2024
19. apríl 2024
Dagný Hrönn tekur við stjórnarformennsku Ljósleiðarans
Breytingar urðu á stjórn Ljósleiðarans á aðalfundi félagsins sem haldinn var 18. apríl sl. Dagný Hrönn Pétursdóttir tekur við stjórnarformennsku af Birnu Bragadóttur auk þess sem Vigdís Eva Líndal kemur ný inn í stjórnina fyrir Pálma Símonarson.
Dagný Hrönn hefur komið víða við á starfsferli sínum. Hún starfaði bæði hjá Símanum og Háskólanum í Reykjavík en gegndi einnig stöðu framkvæmdastjóra Bláa Lónsins um árabil. Dagný starfaði síðan sem framkæmdastjóri Sky Lagoon í fimm ár og situr í stjórn þess félags auk þess að vera stjórnarformaður Acro verðbréfa.
Stjórn Ljósleiðarans er þannig skipuð:
Dagný Hrönn Pétursdóttir, formaður
Gunnar Ingvi Þórisson
Vigdís Eva Líndal
Gísli Björn Björnsson
Áslaug Árnadóttir
Varafólk:
Óskar Friðrik Sigmarsson
Íris Lind Sæmundsdóttir
„Ég þekki Dagnýju vel enda störfuðum við saman hjá Símanum fyrir alltof mörgum árum. Hún er frábær stjórnandi og mun nýtast okkur í Ljósleiðaranum afar vel á spennandi tímum hjá fyrirtækinu. Meirihluti stjórnar Ljósleiðarans er nú skipuð utanaðkomandi aðilum sem er eitt af því sem ég hef lagt áherslu á. Við erum þó áfram með öflugt fólk frá móðurfélagi í stjórnum hjá okkur auk þess sem kynjahlutfallið er í góðu lagi,“ segir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Orkuveitunnar, móðurfélags Ljósleiðarans.
Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.