Brot á reglum bitnar á neytendum

15. apríl 2020

Gagnaveita Reykjavíkur (GR) hefur hafið söfnun á upplýsingum um þau heimili sem hafa orðið fyrir barðinu á óleyfilegri aftengingu á ljósleiðaraþræði GR og þannig misst samband við Ljósleiðarann, opið gagnaflutningskerfi GR.

Samkeppnisaðili GR, Míla, hefur orðið uppvís að því að takmarka val neytenda og hamla þannig samkeppni í fjarskiptainnviðum með því að aftengja heimili við uppsetningu eigin búnaðar. Þetta er óþarfi og hefur verið gert óumbeðið í mörgum tilvikum og án vitneskju og samþykkis íbúa. Skráningarsíða fyrir tilkynningar um þetta hefur verið opnuð á netinu og hvetur GR neytendur til að láta vita.

Markmið skráningarinnar eru að:

  • meta tjón neytenda af skertri samkeppni á fjarskiptamarkaði,
  • meta beint tjón af skemmdum á búnaði,
  • auðvelda enduruppsetningu á ljósleiðaraboxi.

GR mun fara með allar skráningar í samræmi við lög um persónuvernd. Á dögunum birti Póst- og fjarskiptastofnun ákvörðun þess efnis að Míla, helsti samkeppnisaðili GR, hefði með ólöglegum hætti átt við tengingar Ljósleiðarans, hins opna fjarskiptanets GR. Þetta fólst meðal annars í því að klippt var á ljósleiðarastrengi eða að ljósleiðarabox voru fjarlægð af heimilum óumbeðið og að óþörfu. Í sumum tilvikum var tjónið unnið jafnvel þótt GR hafi allt frá árinu 2015 lagt auka ljósleiðaraþráð til notkunar fyrir samkeppnisaðila. Ef það er bara einn ljósleiðaraþráður inn að heimili, þá er hægt að biðja um að leggja annan þráð fyrir seinna ljósleiðaraboxið.

Þegar ljósleiðarabox hefur verið tekið niður, gerir það íbúum erfiðara að skipta á milli fjarskiptafélaga og það bitnar á neytendum. Hafi neytendur hug á að skipta aftur til baka þarf að senda fagaðila á staðinn til að setja fyrra ljósleiðarabox upp að nýju með tilheyrandi raski og tímasóun.

Á ljósmyndunum hér að neðan gefur að líta nokkur dæmi um frágang þar sem hefur verið átt við búnað Gagnaveitu Reykjavíkur.Mynd af niðurteknu ljósleiðaraboxi ásamt skýringum, þar sem var tvíleiðari til boða

Hér má sjá ljósleiðarabox sem hefur verið tekið niður, en auðvelt hefði verið að nýta auka ljósleiðaraþráð frá GRMynd af hangandi ljósleiðaraboxi frá samkeppnisaðila

Mynd af hangandi ljósleiðaraboxi frá samkeppnisaðila

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.