Betri niðurstaða reksturs en verðbólga bítur
19. ágúst 2022
19. ágúst 2022
Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, segist ánægður með 12% tekjuvöxt milli ára og samsvarandi vöxt í framlegð rekstursins (EBITDA) þótt heildarniðurstaðan eftir sex mánuði hafi verið neikvæð um 71,7 milljónir króna. Á sama tímabili 2021 var hagnaðurinn 134,4 milljónir. „
Eins og hjá mörgum öðrum í samfélaginu hefur aukin verðbólga ásamt hækkandi vöxtum á fyrri hluta ársins mikil áhrif á endalega niðurstöðu rekstrar,“ segir Erling Freyr „Við höfum þegar stigið mikilvæg skref til að lækka fjármagnskostnað, nú síðast með útgáfu og skráningu grænna skuldabréfa á fyrri hluta ársins,“ segir Erling Freyr. Hann segir að gangi áform fyrirtækisins um hlutafjáraukningu eftir verði fjármagn nýtt jöfnum höndum til að greiða upp óhagstæðari lán og til fjárfestinga í tengslum við uppbyggingu nýs landshrings fjarskipta.
Ljósleiðarinn ehf. er fjarskiptafélag á heildsölumarkaði í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, stofnað árið 2007. Hlutverk Ljósleiðarans er stuðla að heilbrigðri samkeppni á fjarskiptamarkaði með því að veita íslenskum heimilum og fyrirtækjum aðgang að hágæða þjónustu á opnu aðgangsneti.
Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.