700 háskólanemar á Orku- og vísindadeginum
23. september 2024
23. september 2024
Orku- og vísindadagur Orkuveitunnar og dótturfélaga var haldinn nú á dögunum í Elliðaárstöð. Við tókum á móti metfjölda í ár eða um 700 háskólanemum! Viðburðurinn snýst um að bjóða til okkar háskólanemum til að kynna betur fyrir þeim þá fjölbreyttu starfsemi sem á sér stað innan Orkuveitunnar og dótturfélaganna og jafnframt kynna Orkuveituna og dótturfélögin sem framtíðar vinnustað.
Öll félögin buðu upp á mikið fjör og Ljósleiðarinn bauð nemendum meðal annars að kíkja inn í glæsilegan tengistöðvargám þar sem starfsfólk sagði nemendunum allt um internetið og Ljósleiðaraspjald þar sem nemendurnir gátu séð hvernig tengingar Ljósleiðarans virka. Nemendurnir fengu einnig að spreyta sig á tölvuleikjum sem starfsfólk RÍSÍ var með og spjalla um starfsemi þeirra.
Arcade vél, beer pong, lukkuhjól og lasershow slógu svo sannarlega í gegn, og nokkrir heppnir nemendur fóru heim með Ljósleiðara derhúfur, stuttermaboli eða tattoo.
Starfsfólk okkar átti mörg góð samtöl við áhugasama nemendur og við vonumst að sjálfsögðu til að fá þau til starfa hjá okkur að námi loknu.
Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.