192 milljóna króna hagnaður Gagnaveitu Reykjavíkur árið 2018
19. mars 2019
19. mars 2019
192 milljóna króna hagnaður Gagnaveitu Reykjavíkur 2018
Afkoma Gagnaveitu Reykjavíkur var góð á árinu 2018 og skilaði starfsemin 192 milljóna króna hagnaði. Lykillinn að því er að á sama tíma og tekjur uxu með vaxandi vinsældum Ljósleiðarans dróst rekstrarkostnaður saman. Nú sér fyrir endann á því mikla fjárfestingarverkefni að hvert einasta heimili í þéttbýli á höfuðborgarsvæðinu verði tengt Ljósleiðaranum og eigi kost á Eitt gíg netsambandi. Um 70% heimila í landinu eiga nú kost á að nýta sér Ljósleiðarann.
Lykiltölur í rekstri Ljósleiðarans |
|||
Fjárhæðir í milljónum króna |
2018 |
2017 |
Breyting 2017-2018 |
Rekstrartekjur | 2.655 | 2.140 | 24% |
Rekstrargjöld | 900 | 919 | -2% |
Framlegð (EBITDA) | 1.755 | 1.221 | 44% |
Rekstrarhagnaður (EBIT) | 970 | 550 | 76% |
Hagnaður fyrir tekjuskatt | 255 | 43 | 493% |
Niðurstaða ársins | 192 | -100 | – |
Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri
„Þessi afkoma er í samræmi við okkar áætlanir. Tæplega 100 þúsund heimili á Íslandi hafa fengið kost á tengingu við hágæðasamband Ljósleiðarans síðustu ár. Með því að tengingu allra heimila í þéttbýli höfuðborgarsvæðisins er að ljúka og öll tengd heimili eiga kost á Eitt gíg sambandi dregur úr fjárfestingum. Viðskiptavinum sem velja Ljósleiðarann fjölgar stöðugt og tekjurnar vaxa þar með. Ísland er á meðal fremstu þjóða í hraða fjarskiptasambanda. Það er mikilvæg forsenda samkeppnishæfni landsins, atvinnulífs og íbúa.“
Um Ljósleiðarann
Ljósleiðarinn er opið grunnnet fjarskipta sem fjarskiptafyrirtæki á samkeppnismarkaði nýta til að bjóða þjónustu sína. Fyrirtækin sem bjóða þjónustu um Ljósleiðarann í dag eru Vodafone, Nova, Hringdu og Hringiðan. Öllum sem tengd eru Ljósleiðaranum býðst tengihraðinn Eitt gíg, eða 1.000 megabit á sekúndu, hvort sem er við upphal eða niðurhal. Ljósleiðarinn er í eigu Gagnaveitu Reykjavíkur, sem er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur.
Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.