Ákvarð­anir stjórnar sem háðar eru stað­fest­ingu hlut­hafa­fundar

1. Tilgangur og umfang

Að lýsa fyrirkomulagi við ákvarðanatöku sem háð er staðfestingu hluthafafundar.

1.1 Ákvarðanir sem þurfa að hljóta staðfestingu hluthafafundar

Samkvæmt samþykktum félagsins eru eftirfarandi ákvarðanir stjórnar háðar staðfestingu hluthafafundar:

Ákvarðanir um einstakar nýjar skuldbindingar enda sé fjárhæð þeirra yfir 5% af eigin fé félagsins samkvæmt síðasta ársreikningi eða árshlutareikningi.

Óvenjulegar og stefnumarkandi ákvarðanir ásamt áhættumati til að gera eigendum kleift að meta þær í samræmi við hlutverk sitt sem ábyrgðaraðila.

1.2 Málsmeðferð

Þegar tillaga að ákvörðun, sem hljóta skal samþykki hluthafafundar, er lögð fyrir stjórn skal þess sérstaklega getið í tillögunni sjálfri að samþykkt hennar sé með þeim fyrirvara. Í greinargerð með henni skal skýrt af hverju ákvörðunin er háð staðfestingu hluthafafundar.

Sé ákvörðun óvenjuleg eða stefnumarkandi ber að framkvæma áhættumat og láta það fylgja tillögu og greinargerð til stjórnar og framhaldinu til hluthafafundar.

Áður en hluthafafundur er haldinn um framangreind málefni ber forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, sem handhafa hlutafjár í félaginu, að afla umboðs frá stjórn móðurfélags fyrir viðkomandi ákvörðun