Þráðlaust net

Margir netbeinar geta sent út þráðlaust net á tveimur mismunandi tíðnisviðum: 2,4 ghz og 5 ghz. Í stuttu máli er munurinn þessi:

  • ​ 2,4 ghz = Lengri drægni, minni hraði
  • 5 ghz = Styttri drægni, meiri hraði

Það er best að vera tengdur á 5 ghz ef hægt er, þar sem að þú færð mestan hraða á því tíðnisviði. Ef þú ert langt frá routernum gæti verið betra að vera á 2,4.

Margir routerar senda merkin út á mismunandi þráðlausum netum, þannig gæti netið þitt verið ÞráðlaustNet og ÞráðlaustNet_5G.

Nýrri týpur af routerum senda merkin út á einu þráðlausu neti og stjórnast þá af tækniu hvort tíðnisviðið það notar.

Tækninni hefur miðað mikið áfram á undanförnum árum, þannig að ef þú ert með gamlan router þá gæti verið kominn tími til að uppfæra. Það er til mikið af mismunandi búnaði. Ef þú ert í lítilli íbúð gæti verið nóg að fá sér þráðlausan punkt eins og t.d. Unify sem varpar merkinu áfram.

Mesh router kerfi

Ef þú vilt fá bestu upplifunina þá mælum við með að setja upp mesh router kerfi. Það virkar þannig að það eru nokkrir þráðlausir sendar sem eru tengdir á mismunandi punktum á heimilinu sem virka allir saman eins og eitt stórt þráðlaust net.

Það eru til nokkrar tegundir eins og til dæmis Google Wifi, Netgear Orbi, Eero og Unify. Þeir fást hjá fjarskiptafélögunum og helstu tölvuverslunum.

Truflanir á þráðlausu neti

Það eru ýmislegt sem getur valdið truflunum á þráðlausu neti. Hér eru nokkur atriði til að skoða.

Fjarlægð frá netbeini

Prófaðu að færa þig nær netbeininum og sjáðu hvort vandamálið sé enn til staðar. Ef það skánar við að vera nær netbeininum skaltu skoða eftirfarandi:

  • Staðsetning netbeinis skiptir máli, reyndu að hafa hann miðsvæðis í íbúðinni og ekki ofan í gólfi
  • Veggir geta truflað þráðlaust net, sérstaklega burðarveggir með málmum innan í
  • Önnur tæki nálægt router geta truflað, þá sérstaklega örbylgjuofnar eða önnur tæki sem senda frá sér bylgjur
  • Ísskápar eða önnur stór málmtæki og stór fiskabúr (já, við erum ekki að djóka) geta valdið truflunum á þráðlausu neti.
  • Þráðlaus tíðni getur haft áhrif og þá sérstaklega 2,4 ghz og 5 ghz
  • Fjöldi tækja tengd þráðlausa netinu getur haft áhrif á virkni þess. Snúrutengdu þau tæki sem þú getur til þess að minnka truflanir.

Ef ekkert af þessu virkar skaltu hafa samband við þitt fjarskiptafélag til að fá aðstoð.