Við höfum það að leiðarljósi í framkvæmdum okkar að valda sem minnstu raski

Aðgangur að gagnaveitu

Umhverfisstefna Ljósleiðarans

Gagnaveita Reykjavíkur (GR) rekur opið fjarskiptanet, Ljósleiðarann, sem er traust gæðasamband sem nær til um 87.000 heimila þegar þetta er skrifað ásamt nokkur þúsund fyrirtækja.  Aðgangur að opnu háhraðadreifikerfi fjarskipta er grunnur að því að auka skilvirkni í afgreiðslu mála, stuðlar að snjallvæðingu samfélaga og dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Markmið GR eru að allir íbúar og atvinnustarfsemi á þjónustusvæði okkar eigi þess kost að tengjast háhraða dreifikerfi fjarskipta, Ljósleiðaranum.

 

Ein heimsókn sparar tíma og pappírsnotkun

Aðgengi allra

Að opnu háhraða
dreifikerfi fjarskipta

Aðgengi allra að opnu háhraðadreifikerfi fjarskipta er grunnur að því að auka skilvirkni, hraða og hagkvæmni við t.d úrvinnslu mála og getur stuðlað að snjallvæðingu samfélaga, sjá sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna.  Ljósleiðarinn er tæknilausn sem dregur úr pappírsnotkun og einnig úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að fækka ferðalögum á milli staða.  Verkefnið "Ein heimsókn" styður við umhverfisstefnu okkar þar sem ekki þarf að fara tvær ferðir eða fleiri til viðskiptavina við uppsetningu.

Dreifikerfi Ljósleiðarans byggir á ljósleiðarakerfi og IP netkefi. Fyrirtækið hefur það að leiðarljósi að ganga vel um og draga úr raski við framkvæmdir jafnt utan- sem innandyra hjá viðskiptavinum