Umhverf­is­stefna

Umhverfis- og auðlindastefnan er skuldbinding Gagnaveitu Reykjavíkur (GR) um stöðugar umbætur í umhverfismálum, hún veitir aðhald við setningu markmiða og er grundvöllur góðs samstarfs við hagsmunaaðila. Umhverfis- og auðlindastefnan byggir á gildum og heildarstefnu GR.

GR stefnir á að draga úr kolefnisspori um 60% til ársins 2030 miðað við kolefnisspor ársins 2015.

GR hlítir öllum ákvæðum laga og reglugerða sem um starfsemina gilda.

Umhverfis- og auðlindastefnan er sett fram með meginreglum hér fyrir neðan.

Gagnsemi gagnaveitu

Uppbygging og rekstur gagnaflutningskerfis GR stuðlar að nútíma lífsskilyrðum og tækifærum til umhverfisvænnar starfsemi.
Ákvarðanir eru byggðar á því að GR gerir miklar kröfur um gæði, rekstraröryggi, hagkvæmni og birtir greinargóðar upplýsingar um framgang starfseminnar.

Áhrif í samfélaginu

GR miðlar þekkingu og beitir áhrifum í virðiskeðjunni, sem hvetur til ábyrgrar umgengni við umhverfið og jákvæðra samfélagsáhrifa.

Reksturinn

Rekstur GR byggir á skipulegum og öguðum verkum starfsmanna og verktaka. Hið daglega starf felst meðal annars í því að nýta vel aðföng og hvetja til ábyrgrar umgengni um starfssvæði GR, meðhöndla úrgang á ábyrgan hátt og hvetja til vistvænna samgangna. GR vill vera til fyrirmyndar í starfsemi sinni og þjálfa hæfileikaríkt starfsfólk í þeim efnum.

Stefnan byggir á gildum og heildarstefnu GR og er sett fram til samræmis við eigendastefnu samstæðu OR.

Gagnaveita Reykjavíkur (GR) rekur opið fjarskiptanet, Ljósleiðarann, sem er traust gæðasamband sem nær til um 102.000 heimila þegar þetta er skrifað ásamt nokkur þúsund fyrirtækja.
Aðgangur að opnu háhraðadreifikerfi fjarskipta er grunnur að því að auka skilvirkni í afgreiðslu mála, stuðlar að snjallvæðingu samfélaga og dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Markmið GR eru að allir íbúar og atvinnustarfsemi á þjónustusvæði okkar eigi þess kost að tengjast háhraða dreifikerfi fjarskipta, Ljósleiðaranum.