Gerðu kröfur

Um okkur

Gæðasamband fyrir heimili og fyrirtæki

Ljósleiðarinn keyrir á dreifikerfi fjarskipta frá Gagnaveitu Reykjavíkur sem er af nýrri og fullkominni gerð. Allur rekstur er í höndum sérfræðinga og mikil áhersla er lögð á öryggi og góðan rekstur. Gagnaveita Reykjavíkur byggir þjónustu sína eingöngu á hágæða ljósleiðara.

Opið net

Gagnaveita Reykjavíkur hefur kosið að bjóða viðskiptavinum sínum opið net. Það þýðir að öll fjarskiptafyrirtæki geta á einfaldan hátt tengst Ljósleiðaranum og boðið gæðasamband. Svo mikilvæg er hugmyndafræðin um opið aðgangsnet að Gagnaveita Reykjavíkur hefur sett í stefnu sína að Gagnaveita Reykjavíkur ætli að veita íslenskum heimilum aðgengi að hágæða þjónustu á opnu neti. 

Ljósleiðarinn er dreifikerfi fjarskipta frá Gagnaveitu Reykjavíkur. Hann samanstendur af ljósleiðarakerfi og IP netkerfi. Afnotin eru með mismunandi hætti eftir því hvaða hlutar kerfisins eru notaðir og hvernig. Þar sem kerfið byggir á ljósleiðaratækni er það sammerkt öllum þjónustuleiðum að gagnaflutningurinn fer um ljósleiðara. Viðskiptavinum eru veitt afnot af ljósleiðarasamböndum, ýmist óvirkjuðum með öllu eða virkjuðum í heild eða hluta.

Um Okkur

24.05.2018 - 18:10

57% velja ljósleiðara

Nýting á ljósleiðara til heimila þaut upp á síðasta ári þegar ljósleiðaratengdum heimilum fjölgaði um 14.297 eða 33,8%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) þar sem farið er yfir stöðuna á íslenska fjarskiptamarkaðinum árið 2017. Heimili sem nýta sér koparsamband fækkaði um 9.215, sem er 10,9% lækkun milli ára. Af 133.574 heimilum með netsamband eru nú 56.649 tengd ljósleiðara alla leið sem er 42,4%. Talið er að um 100.000 heimili hafi átt kost á ljósleiðara við lok ársins 2017. 

Um okkur

Hlutverk Ljósleiðarans

Kynntu þér hlutverk Ljósleiðarans

Nýlegar framkvæmdir

9. maí 2018

Setberg og F-Vellir í í Hafnarfirði

Við klárum að tengja allt þéttbýli Hafnarfjarðar við Ljósleiðarann á þessu ári og Setbergið verður klárað í febrúar/mars ef áætlanir ganga eftir.
Við tengjum F-Velli við Ljósleiðarann í lok september.

5. maí 2018

Borgarbyggð

Búið er að tengja um 250 heimili í Borgarbyggð og við klárum að tengja allt þéttbýli í Borgarnesi og Hvanneyri í Október

24. október 2017

Miðbærinn í Kópavogi

Unnið er að því að klára lokaáfangann núna í Júní.  Þéttbýli Kópavogs verður þá að fullu tengt við Ljósleiðarann

24. október 2017

Garðabær 2018

Arnarnesið er orðið tengt við Ljósleiðarann og nú stefnum við á að afhenda Flatir, Lundir og Byggðir í Október eða síðasta lagi Nóvember.
Öll heimili í þéttbýli í Garðabæ eiga að vera orðin tengd við Ljósleiðarann í lok þessa árs.

24. október 2017

Álftanes

Jarðvinna er nýlega byrjuð í Álftanesi, stefnt er á afhendingu í desember

24. október 2017

Mosfellsbær 2018

Við stefnum á að afhenda Ljósleiðarann í Tanga og Höfðahverfið í lok september, við stefnum síðan að tengja Teiga og Byggðahverfið í desember.
Þá verða öll heimili í þéttbýli Mosfellsbæjar tengd við Ljósleiðarann í lok árs.