Gerðu kröfur

Um okkur

Gæðasamband fyrir heimili og fyrirtæki

Ljósleiðarinn keyrir á dreifikerfi fjarskipta frá Gagnaveitu Reykjavíkur sem er af nýrri og fullkominni gerð. Allur rekstur er í höndum sérfræðinga og mikil áhersla er lögð á öryggi og góðan rekstur. Gagnaveita Reykjavíkur byggir þjónustu sína eingöngu á hágæða ljósleiðara.

Opið net

Gagnaveita Reykjavíkur hefur kosið að bjóða viðskiptavinum sínum opið net. Það þýðir að öll fjarskiptafyrirtæki geta á einfaldan hátt tengst Ljósleiðaranum og boðið gæðasamband. Svo mikilvæg er hugmyndafræðin um opið aðgangsnet að Gagnaveita Reykjavíkur hefur sett í stefnu sína að Gagnaveita Reykjavíkur ætli að veita íslenskum heimilum aðgengi að hágæða þjónustu á opnu neti. 

Ljósleiðarinn er dreifikerfi fjarskipta frá Gagnaveitu Reykjavíkur. Hann samanstendur af ljósleiðarakerfi og IP netkerfi. Afnotin eru með mismunandi hætti eftir því hvaða hlutar kerfisins eru notaðir og hvernig. Þar sem kerfið byggir á ljósleiðaratækni er það sammerkt öllum þjónustuleiðum að gagnaflutningurinn fer um ljósleiðara. Viðskiptavinum eru veitt afnot af ljósleiðarasamböndum, ýmist óvirkjuðum með öllu eða virkjuðum í heild eða hluta.

Um Okkur

04.02.2017 - 18:55

Úrslit Íslandsmeistaramótsins í Overwatch 2017

Úrslit liggja fyrir eftir æsispennandi Íslandsmeistaramót í Overwatch fyrir árið 2017. 49 lið og yfir 300 leikmenn tóku þátt í mótinu og var fyrri hluti spilaður á netinu. Úrslit fóru svo fram í dag á UTmessunni og mættu liðin Einherjar og Team Hafficool til leiks.

Um okkur

Hlutverk Ljósleiðarans

Kynntu þér hlutverk Ljósleiðarans

Nýlegar framkvæmdir

9. maí 2018

Setberg í Hafnarfirði

Við klárum að tengja allt þéttbýli Hafnarfjarðar við Ljósleiðarann á þessu ári og þau um 80 heimili sem eftir standa í Setbergi verða kláruð í Júlí ef áætlanir ganga eftir.

5. maí 2018

Borgarbyggð

Búið er að tengja öll heimili í Borgarnes Borgarbyggð við Ljósleiðarann og við klárum að tengja allt þéttbýli í Hvanneyri vonandi í lok júní.

24. október 2017

Garðabær 2018

Öll heimili í þéttbýli í Garðabæ eiga að vera orðin tengd við Ljósleiðarann í sumar en einungis er verið að klára um 170 heimili í Búðahverfi og það á að klárast í Júlí

24. október 2017

Árborg

Jarðvinna byrjaði í vor í Árborg og stefnt er á fyrstu afhendingu í Ágúst en þá eiga að tengjast fyrstu 500 heimilin við Ljósleiðarann.  
Síðan er áætlað að um 500 heimili bætist við í október og loks um 1000 í desember.

Stefnt er á að tengja um 60% heimila í Árborg á þessu ári við Ljósleiðarann

24. október 2017

Ásbrú Reykjanesbæ

Við stefnum á að tengja meirihlutann af heimilum í Ásbrú Reykjanesbæ við Ljósleiðarann á þessu ári
Þetta eru um 1300 heimili og stefnt er á að afhenda fyrstu 300 heimilin í september og síðan um 1000 í nóvember.