Leiðbeiningar

Þjónustutruflanir

Ef þú svo óheppilega lendir í þjónusturofi er alltaf best að hafa samband við fjarskiptafélag þitt fyrst. Þeir taka bilanagreiningu með þér og ef málið er þess eðlis senda þeir okkur bilanagreininguna og við göngum í að skoða málið okkar megin frá.

Hér að neðan eru nokkrir punktar sem má styðja sig við.

  • Hægt net – Ef netið er hægt er líklegast að netbeinir (router) eða netsnúrur séu orsök vandamálsins og því er best að leita beint til netþjónustuaðila (fjarskiptafélags) og fá bilanagreiningu.
    Hægt er að taka hraðapróf með því að tengja tölvu beint við ljósleiðaraboxið með netkapli í port 1 eða 2 og fara inn á síðuna speedtest.gagnaveita.is. Ef síðan kemur ekki upp skal leita beint til netþjónustuaðila og fá bilanagreiningu.
    Ef þjónustuaðili telur að vandamálið liggi okkar megin mun hann senda til okkar þjónustubeiðni þess efnis.

    Ef hraði er ekki að skila sér í boxið þarf að senda okkur niðurstöður úr hraðaprófi á ljosleidarinn@ljosleidarinn.is, með myndum af prófinu ef hægt er, og við munum skoða málið.

Ef mælt er á þráðlausa netinu (e.Wi-Fi) eða tengdur í router getum við ekki ábyrgst hraðann heldur eru það fjarskiptafélögin sem eru ábyrg á þeim búnaði.

  • Truflanir á sjónvarpi – Fyrst af öllu þarf að vera öruggt að búið sé að athuga með myndlykil og netsnúrur úr boxi í myndlykil hjá fjarskiptafélagi.
  • Heimasími virkar ekki – Ef heimasími virkar ekki þarf að hafa samband við fjarskiptafélag til að athuga með skráningu á símanum á boxið. Einnig er gott að vera búinn að athuga með nýja símasnúru og jafnvel annað símtæki til að útiloka það.
  • Allar þjónustur úti – Ef allar þjónustur eru úti er gott að athuga með ljósin á boxinu. Ef það eru engin ljós á boxinu er best að sækja nýjan spennubreyti hjá fjarskiptafélagi eða hjá Gagnaveitu Reykjavíkur sem er staðsett að Bæjarhálsi 1, í Orkuveituhúsinu.

Ef einhver ljós eru á boxinu er best að snúa sér að þínu fjarskiptafélagi og þau taka með þér bilanagreiningu og senda málið á okkur ef þeim finnst það þurfa.