Stefna Gagnaveitu Reykjavíkur er að ljósleiðaravæða heimili og fyrirtæki

Gagnaveita Reykjavíkur

Stefna

Gagnaveita Reykjavíkur hefur þá framtíðarsýn að vera í fremstu röð í grunnstoðum fjarskipta til heimila og fyrirtækja á þjónustusvæði sínu. Fyrirtækið ætlar að styðja við snjallvæðingu samfélaga með þekkingu og sterkum grunnstoðum. Jafnframt ætlar Gagnaveita Reykjavíkur að vera góður valkostur einstaklinga og fyrirtækja þegar kemur að hagkvæmu háhraðasambandi.

Hlutverk og stefna

Gagnaveita Reykjavíkur (GR) sér um lagningu og rekstur Ljósleiðarans. Ljósleiðarinn er gæðasamband fyrir heimili og fyrirtæki sem býður eina öfluga tengingu fyrir Internet, sjónvarp og síma. Ljósleiðarakerfi GR er opið net sem öllum fjarskiptafyrirtækjum býðst að selja þjónustu sína á og stuðlar þannig að aukinni samkeppni í fjarskiptum og skýtur stoðum undir aukna net- og snjallvæðingu samfélagsins. Gagnaveita Reykjavíkur ætlar að ljósleiðaravæða íslensk heimili og fyrirtæki á þjónustusvæði sínu. Viðskiptavinir eru bæði fyrirtæki og einstaklingar sem starfa og búa á þjónustusvæði sem nær nú frá Bifröst til Vestmannaeyja.

Hlutverk Gagnaveitu Reykjavíkur er að auka lífsgæði og upplifun einstaklinga og fyrirtækja sem og að vera í forystu í fjarskiptum. Hlutverk fyrirtækisins er jafnframt að styðja við atvinnulífið með opnu háhraðaneti, að auka samkeppni í fjarskiptamálum og færa þannig Ísland í hóp hæfustu þjóða.

Nútímaheimilið notar fjölda nettengda tækja

Stefna

Snjallvæðing heimila og samfélags

Það eru ekki bara heimilin heldur eru heilu samfélögin að breytast og snjallvæðast. Bráðlega búum við öll í snjöllu samfélagi þar sem þar sem tækin eru farin að tala saman og framtíðarmyndir sem okkur þótti eitt sinn fjarstæðukenndar eru nú orðnar raun. Snjöllu samfélögin eru líka hagkvæm oftast nær þar sem unnið er að því að koma í veg fyrir sóun.

Nú þegar er verið að þróa nettengdrar snjallruslatunnur sem nota orku frá rafhlöðum. Ruslatunnan lætur vita þegar hún er full og þá er ruslabíllinn kallaður til. Þetta fyrirkomulag fækkar ferðum og getur dregið úr kostnaði fyrir sveitarfélög og dregið úr vinnuálagi starfsmanna.

Hvað ef umferðin væri snjöll? Það gæti dregið úr umferðarteppum um 20-30%. Þá gætum við rafrænt flett upp götum með minni umferðarþunga og valið okkur bestu leiðina og tíma dags.

Þjónustumarkmið

Gagnaveita Reykjavíkur er þjónustufyrirtæki sem vinnur á fjarskiptamarkaði og hefur það að markmiði að mæta þörfum viðskiptavina og starfsfólks með framúrskarandi þjónustu og af virðingu.  Þjónustustefnan miðar að því að allir starfsmenn séu í takt við grunngildin sem eru heiðarleiki, framsýni og hagsýni.

 • Erindi

Við svörum viðskiptavinum eins fljótt og kostur er og tryggjum samskipti innan 24 tíma á virkum dögum.

 • Kvartanir/ábendingar

Við leysum mál af fagmennsku og sveigjanleika og upplýsum sem fyrst um stöðu og framgang þeirra.

 • Loforð

Við erum heiðarleg og stöndum við gefin loforð. Við látum viðskiptavini og samstarfsfólk strax vita ef þjónustufrávik eru fyrirsjáanleg.

 • Öryggi

Við setjum öryggi viðskiptavina og starfsmanna í forgang. Við erum ábyrg á vettvangi, afmörkum vinnusvæði okkar og erum sýnileg á verkstað.  Allir starfsmenn okkar eru merktir með auðkenniskortum og þeir starfsmenn sem starfa á vettvangi eru í merktum öryggisfatnaði og á merktum bílum.

 • Viðmót

Við hlustum, veitum ráðgjöf og tökum vel á móti viðskiptavinum og samstarfsfólki. Við erum jákvæð, lausnamiðuð og útskýrum á mannamáli. 

 

Snjallheilsa getur haft veruleg áhrif á heilsu fólks.

Stefna

Snjallheilsa

Snjallvæðingin er að hrinda af stað byltingu fyrir heilsu fólks. Bæði er tækjabúnaður heilbrigðiskerfisins að nýta sér nýjar leiðir til að veita þjónustu og einstaklingar sjálfir.

Nú þegar er netið og spjaldtölvur að ná hagræðingu og bæta meðferð fólks. Hjúkrunarþjónusta í Hollandi nýtir sér myndsímtöl með spjaldtölvum til að fylgja á eftir lyfjatöku og öðrum merðferðum.

Snjallúr eru mjög gott dæmi þar sem snjallvæðing getur haft veruleg áhrif á heilsu fólks til lengri tíma. Nýleg snjallúr munu fylgjast náið með helstu lífkennum og miðla þeim um net til heilbrigðisþjónustuaðila. 

Gagnaveita Reykjavíkur leggur mikla áherslu á öryggi

Stefna

Stefna okkar í öryggi, heilbrigði og vinnuumhverfi

Gagnaveita Reykjavíkur leitast við vera til fyrirmyndar í öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfismálum.
 
Fyrirtækið einsetur sér að  vernda og bæta líf þeirra sem starfa fyrir það með því að skapa slysalausan vinnustað þar sem enginn starfsmaður, verktaki eða almenningur bíður heilsutjón vegna starfseminnar.
 
Þeir sem starfa fyrir Gagnaveitu Reykjavíkur eru ábyrgir fyrir eigin öryggi, eru talsmenn aukins öryggis samstarfsmanna sinna og leitast við að koma auga á, meta og stjórna áhættum í vinnuumhverfinu.
 
Ekkert verk er svo mikilvægt að fórna megi öryggi fólks við framkvæmd þess.
 
Öryggis-, heilsu- og vinnuumhverfismál eru óaðskiljanlegur hluti af allri starfsemi fyrirtækisins.

VIð vöndum til verka

Gagnaveitu Reykjavíkur

Umhverfis og auðlindastefna

Gagnaveitu Reykjavíkur

Umhverfis- og auðlindastefnan er skuldbinding Gagnaveitu Reykjavíkur (GR) um stöðugar umbætur í umhverfismálum, hún veitir aðhald við setningu markmiða og er grundvöllur góðs samstarfs við hagsmunaaðila. Umhverfis- og auðlindastefnan byggir á gildum og heildarstefnu GR.
GR hlítir öllum ákvæðum laga og reglugerða sem um starfsemina gilda.
Umhverfis- og auðlindastefnan er sett fram með meginreglum hér fyrir neðan.

Gagnsemi gagnaveitu
Uppbygging og rekstur gagnaflutningskerfis GR stuðlar að nútíma lífsskilyrðum og tækifærum til umhverfisvænnar starfsemi. Ákvarðanir eru byggðar á því að GR gerir miklar kröfur um gæði, rekstraröryggi, hagkvæmni og birtir greinargóðar upplýsingar um framgang starfseminnar.

Áhrif í samfélaginu
GR miðlar þekkingu og beitir áhrifum í virðiskeðjunni, sem hvetur til ábyrgrar umgengni við umhverfið og jákvæðra samfélagsáhrifa.

Reksturinn
Rekstur GR byggir á skipulegum og öguðum verkum starfsmanna og verktaka. Hið daglega starf felst meðal annars í því að nýta vel aðföng og hvetja til ábyrgrar umgengni um starfssvæði GR, meðhöndla úrgang á ábyrgan hátt og hvetja til vistvænna samgangna. GR vill vera til fyrirmyndar í starfsemi sinni og þjálfa hæfileikaríkt starfsfólk í þeim efnum.

Gagnsemi veitna:

 • Aðgangur að gagnaveitu

Áhrif í samfélaginu:

 • Miðlun þekkingar
 • Innkaup

Reksturinn:

 • Úrgangur
 • Samgöngur
 • Mannvirki og umgengni
 • Efnanotkun