Fylltu út eyðublaðið hér að neðan

Samstarf um framkvæmdir

Hagkvæm uppbygging ljósleiðara

Gagnaveita Reykjavíkur kappkostar að byggja upp fjarskiptanet framtíðarinnar með hagkvæmum hætti. Þess vegna vinnum við með sveitarfélögum, veitufyrirtækjum og öðrum fjarskiptafyrirtækjum til að samnýta kraftana.

Viltu vera með?

Gagnaveita Reykjavíkur er að fara í jarðvinnu- og lagnaframkvæmdir í Vogum vegna ljósleiðaravæðingar. Vilt þú taka þátt í framkvæmdum til að ná hagkvæmni? Ert þú nú þegar að framkvæma og gætir boðið okkur með? Því færri skurðir því betra fyrir alla. Við tökum við samstarfsbeiðnum til 1. maí 2018 fyrir framkvæmdir í Árborg og Reykjanesbæ og til 1. júlí 2018 í Vogum.

Átt þú innviði á svæðinu sem þú vilt selja okkur eða selja okkur aðgang að? Við viljum endilega skoða kaup á innviðum sem nýtast okkur.

 

Vista"/>