Vodafone nú með ofurháskerpumyndlykil

Valur1. ágúst 2018

Vodafone hefur hafið dreifingu á Samsung ofurháskerpumyndlykli sem styður Ultra HD myndgæði (kallast einnig 4K). UltraHD er orðið algengasti staðallinn í nýjum sjónvarpstækjum og er fjórum sinnum hærri upplausn en áður var (fór úr 1920×1080 í 3840×2160). 

Ultra HD er fjórum sinnum fleiri dílar en Full HD

Þetta þýðir að að allt myndefni er mun skarpara en áður. Þetta þýðir þó að einungis nýtt efni sem er tekið upp og gefið út í Ultra HD býður upp á þessi auknu gæði. Framboðið af Ultra HD efni mun á næstunni aukast hratt.

Hraðvirkari og snarpari

Þar að auki er Samsung myndlykillinn umtalsvert hraðvirkari, snarpari í öllum aðgerðum auk þess sem biðtími í viðmóti styttist til muna. 

Betri háskerpa

Viðskiptavinir sem hafa tekið þátt í prófunum á myndlyklinum sjá einnig mikinn mun á myndmeðhöndlun á hefðbundnu háskerpuefni (Full HD gæði). Við mælum því með að viðskiptavinir með myndlykil frá Vodafone skipti yfir í Samsung myndlykilinn til að fá betri upplifun.

Sama mánaðargjald sjónvarpsþjónustu

Mánaðarverð fyrir Vodafone Sjónvarp með Samsung myndlykil er það sama og hjá viðskiptavinum með Amino myndlykil. Hægt er að nálgast nýja myndlykla Vodafone í næstu verslun Vodafone.