Vilt þú koma fólki í samband við framtíðina?

Valur12. apríl 2017

Við leitum að jákvæðum, handlögnum og samskiptaliprum rafvirkjum  í ört vaxandi hóp skemmtilegra vinnufélaga sem hjálpast að við að leggja Ljósleiðarann inn í heimahús.

Þú heimsækir fólk á hverjum degi:
– tekur þátt í gefandi samskiptum við þakkláta viðskiptavini
– finnur bestu lagnaleiðir og tengir ljósleiðarabox
– virkjar þjónustu heimila: net, sjónvarp og síma
– og lýkur hverri heimsókn með bros á vör – án pappírsvinnu!

Viltu vinna með okkur? 
Við bjóðum þér góð laun, stöðugan vinnustað, reglulegan vinnutíma og góða starfsþjálfun fyrir fjölbreytt starf. Einnig bjóðum við stuðning við þá sem vilja ljúka sveinsprófi í rafvirkjun. 

Við höfum frábæra vinnuaðstöðu, gott mötuneyti og aðstöðu til líkamsræktar. Við erum með vel mótaða starfsmanna- og jafnréttisstefnu og erum í fremstu röð hvað varðar öryggi, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og einkalíf. Við útvegum starfsmönnum allt sem þarf: bíl á vinnutíma, fatnað,
verkfæri, fartölvu, heimatengingu, farsíma og spjaldtölvu. Við skipuleggjum allar þínar heimsóknir þannig að þú getur notið þess að heimsækja viðskiptavini og aðstoðað þá við að komast á Ljósleiðarann. 

Þú getur sótt um starfið á ráðningarsíðu okkar hér: 
http://starf.or.is/ljosleidarinn