Vilt þú koma fólki í gæðasamband?

erling25. september 2016

Það er nóg að gera hjá Ljósleiðaranum. Við leitum því að rafiðnaðarfólki til starfa við að afhenda viðskiptavinum okkar Ljósleiðarann. Við leitum að jákvæðu, útsjónarsömu og samskiptalipru fólki í hóp skemmtilegra og hæfra félaga sem standa vel saman í að veita viðskiptavinum Ljósleiðarans framúrskarandi þjónustu.
ÞÚ FÆRÐ AÐ KOMA FÓLKI Í HÁGÆÐASAMBAND:

  • Mæta nýrri áskorun á hverjum degi

  • Velja bestu lagnaleiðir; jafnt ljósleiðara- sem smáspennulagnir

  • Virkja þjónustu s.s. nettengingar, sjónvarp og síma

  • Sinna alls kyns öðrum spennandi verkefnum

– og skilja viðskiptavininn eftir með bros á vör! 🙂

Það væri frábært ef þú vildir einnig hjóla með okkur í WOW Cyclothon 2017 – og ert „ás“ wink

Við bjóðum upp á frábæra vinnuaðstöðu, virka starfsþjálfun, gott mötuneyti og aðstöðu til líkamsræktar. Við erum með vel mótaða starfsmanna- og jafnréttisstefnu og erum í fremstu röð hvað varðar öryggi, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og einkalíf.
Við útvegum starfsmönnum allt sem þarf; bíl á vinnutíma, fatnað, verkfæri, fartölvu, heimatengingu, farsíma og spjaldtölvu. Við skipuleggjum allar þínar heimsóknir þannig að þú getur notið þess að kynna viðskiptavinum nýjustu tækni í fjarskiptamálum og koma þeim í snertingu við framtíðina.

Eingöngu er sótt um starfið á ráðningarsíðu Gagnaveitu Reykjavíkur.

Nánari upplýsingar veitir Dagný Jóhannesdóttir forstöðumaður í netfanginu dagnyj@gagnaveita.is.