Verðbreyting Ljósleiðarans 1. nóvember

13. september 2016

Þann 1.nóvember verður aðgangsgjald Ljósleiðarans uppfært. Það mun breytast um 100 kr. og verður þá 2.680 krónur á mánuði m/vsk.

Aðgangsgjald Ljósleiðarans er gjald til Gagnaveitu Reykjavíkur fyrir aðgang að ljósleiðarakerfi Ljósleiðarans. Aðgangsgjaldið var síðast uppfært í apríl 2013 en á þeim tíma hefur verðlag hækkað um 6,4% en verðbreytingin nú er 3,9%.

Stefnan er að halda verði Ljósleiðarans niðri eins og frekast er unnt en verður þó að fylgja verðlagi að einhverju leiti. Þar sem aðgangsgjaldið er greitt fyrirfram í upphafi hvers mánaðar mun þessi breyting sjást á reikning sem birtist eða berst miðjan október með eindaga þann 7. nóvember.

Ef þið hafið nánari spurningar eða athugasemdir, vinsamlegast hafið samband með því að smella á kúluna hér neðst til hægri og sendið okkur fyrirspurn.

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.