Veraldarvefurinn þrítugur

Valur13. mars 2019

Ísland annað hraðasta land heims

Í gærmorgun hófust hátíðarhöld á fæðingastað Veraldarvefsins í Sviss í tilefni 30 ára afmælis hans. Hér að ofan má sjá skjáskot af fyrstu vefsíðunni.
Afmælinu er líka fagnað á Íslandi þar sem Ljósleiðarinn er orðinn styrktaraðili Rafíþróttasamtaka Íslands. Keppendur innan vébanda þess treysta á snarpar og hraðar nettengingar um veraldarvefinn öðru fremur. 
Tim Berners-Lee, From Wikipedia Commons

Það var í CERN rannsóknarmiðstöðinni í Sviss að fyrsti vísir þessa magnaða fyrirbæris, sem gerbreytt hefur samfélögum okkar, varð til þegar að vísindamaðurinn Tim Bernes-Lee þróaði gagnamiðlun fyrir tölvur með forskeytinu WWW (World Wide Web). Veraldarvefurinn náði að staðla miðlun upplýsinga um Internetið með vefsíðum og auðveldaði fólki að nálgast vefsíðurnar með læsilegu veffangi, slóð eða URLi (e. uniform resource locator).

Eitt gígabit inn á hvert heimili í þéttbýli á höfuðborgarsvæðinu

Með vaxandi notkun Veraldarvefsins hefur þörf almennings fyrir gögn og hraðan gagnaflutning margfaldast. Í árdaga netnotkunar á Íslandi var flutningshraðinn mældur í kílóbitum á sekúndu. Það hefur breyst og breyst hratt. Milljón kílóbita tenging, Eitt gíg, er nú komin inn á öll heimili í þéttbýli á höfuðborgarsvæðinu tengd Ljósleiðaranum sem nær til 70% heimila á landinu.

Rafíþróttasamtökin skrifa undir samstarfssamning mars 2019

Einn hópur fólks sem treystir á öflugar nettengingar eru keppendur í rafíþróttum. Þær færast í vöxt og voru til dæmis meðal keppnisgreina á hinum alþjóðlegu Reykjavíkurleikum á dögunum. Ljósleiðarinn hefur nú gert samning um stuðning við Rafíþróttadeild Rafíþróttasamtaka Íslands og á myndinni má sjá Ólaf Hrafn Steinarsson formann RÍSÍ (t.v.) og Val Heiðar Sævarsson markaðsstjóra Ljósleiðarans fagna samstarfinu.

Ein heimsókn

Fyrir tveimur árum kynnti Ljósleiðarinn áform um að uppfæra allar tengingar sínar í einn gígabita á sekúndu, bæði upp og niður. Í samvinnu við fyrirtækið Cisco og með einföldun uppsetninga náði Ljósleiðarinn þessu markmiði sínu fyrr á þessu ári.
Ein heimsókn er verðlaunuð alþjóðlega og fækkar uppsetningarheimsóknum 
Þennan mikla hraða á uppfærslum á tengingum Ljósleiðarans má þakka einföldu innleiðingarferli sem tekið var upp: Ein heimsókn. Aðeins þarf að fara í eina heimsókn til að uppfæra búnað í Eitt gíg. Viðskiptavinir geta séð stöðuna hjá sér í rauntíma og tæknimenn Ljósleiðarans geta auðveldlega tengt ný heimili, eða uppfært fyrirliggjandi tengingar. Einfaldleiki við uppfærslur hefur aukið ánægju viðskiptavina Ljósleiðarans og stytt afhendingartíma til muna.

Sterkari saman

„Cisco og Ljósleiðarinn hafa unnið náið saman frá því Ljósleiðarinn hóf innreið sína með opnu neti árið 2005.“ segir Trine Strømsnes, frá Cisco. „Frá undirritun hefur Ljósleiðarinn verið í leiðandi hlutverki við lagningu ljósleiðara á höfuðborgarsvæðinu og uppfært alla viðskiptavini sína í eins gígabita samband. Við erum stolt af því að hafa unnið náið með Ljósleiðaranum með Cisco tæknibúnaði til að ná þessum merka áfanga.“

Ísland með næst hröðustu nettengingar í heimi

„Eins gígabits samband er ekki einhver fjarlæg framtíðarsýn sem fáir hafa þörf á. Það er þörf á þessum hraða núna svo snjallsamfélög og snjallheimili geti dafnað. „Nógu gott” er ekki nægjanlegt. „Nógu gott” mun hvorki tryggja vöxt né heldur skapa jarðveg fyrir nýjar hugmyndir,“ segir Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans. Háhraðasamband er lykilþáttur í framtíðarvexti nýrrar tækni og þjónustu. Ísland er annað hraðasta land heims í fastlínu samkvæmt mælingum Speedtest.net fyrir árið 2018. Við erum stolt af því að eiga þátt í þessum árangri.