Úrslit Íslandsmeistaramótsins í Overwatch 2017

4. febrúar 2017

Úrslit liggja fyrir eftir æsispennandi Íslandsmeistaramót í Overwatch fyrir árið 2017. 49 lið og yfir 300 leikmenn tóku þátt í mótinu og var fyrri hluti spilaður á netinu. Úrslit fóru svo fram í dag á UTmessunni og mættu liðin Einherjar og Team Hafficool til leiks.

Landslið Íslands í Overwatch eru Einherjar! Í því liði eru eftirfarandi:

  • Kristófer Númi Valgeirsson
  • Natanel Demissew
  • Jens Pétur Clausen
  • Vigfús Ólafsson
  • Birkir Grétarsson
  • Axel Ómarsson

Einherji hafði verið taplaust í tvöföldum útslætti og var því búið að tryggja sér fyrsta leik. Spilað var upp á sigur í flestum leikjum af sjö og náði Einherji að vinna Team Hafficool 4-2. Team Hafficool liðið veitti þeim góða keppni og var leikmaður þeirra, RFS, kosinn maður mótsins. 

Mótið er haldið af Ljósleiðaranum og Tölvutek í góðu samstarfi og verðlaun í boði Hringdu og Hringiðunnar. Verðlaun voru einstaklega vegleg og heildarvirði þeirra 1,4 milljónir króna.

Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Twitch.tv og var lýst af Bergi Theódórssyni og Atla Stefáni Yngvasyni. Óli GeimTV sjá um að kynna. Hægt er að sjá hann hér: https://www.twitch.tv/videos/119625663

 

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.