Þjónustutími yfir hátíðarnar 2018

Axel Gunnarsson21. desember 2018

Senn líður að jólum og það þýðir annar þjónustutími.
 
Þjónustuver ljósleiðarans sem annast hefðbundna svörun vegna almennra fyrirspurna og reikninga er ekki opið á aðfangadag og gamlársdag. Við erum þó við símann öll jólin og veitum tæknilega aðstoð með ljósleiðaraboxið.
Opnunartími er svo hefðbundinn milli jóla og nýárs.

Ef ekki var hægt að leysa málin farsællega hjá þínu fjarskiptafélagi þá er hægt að ná í okkur allan sólarhringinn alla hátíðina í neyðarnúmer tæknilegrar þjónustu Ljósleiðarans 516-7777. 

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.