Skilmálar uppfærðir

Valur6. apríl 2016

Skilmálar Ljósleiðarans til heimila hafa verið uppfærðir. Þeir taka gildi 1. júní fyrir núverandi viðskiptavini og nú þegar fyrir nýja viðskiptavini.

Helstu breytingar eru eftirfarandi:

  • Tímabundið tilboð vegna aðgangsgjalds Ljósleiðarans fellur niður. Tengimánuður + 1 mánuður hafa verið í einhvern tíma felldir niður þegar heimili fær sér Ljósleiðarann. Það tilboð er ekki lengur í boði fyrir nýja viðskiptavini, en þeir sem keyptu fyrir 6.apríl fá svo sannarlega sitt tilboð.
  • Fyrsti mánuður verður nú hlutfallaður í greiðslu, eða greitt er frá þeim degi sem Ljósleiðarinn virkjast.
  • Sé ekki búið að virkja ný uppsetta tengingu frá Ljósleiðaranum 60 dögum frá uppsetningu verður sendur reikningur fyrir innanhússlögnum. Reikningurinn er felldur niður ef þjónustan er virkjuð áður en reikningur gjaldfellur.

Aðrar breytingar eru á orðalagi eða smávægilegar.

Annað gott að vita:

  • aðgangsgjald Ljósleiðarans er fyrirframgreitt
  • fyrsti reikningur er því með fyrsta mánuði hlutfölluðum auk næsta mánuði að fullu
  • hér má finna skilmála heimila og skilmála fyrirtækja