Saman í samkomubanni?

15. apríl 2020

Það eru margir að eyða miklum tíma heima fyrir þessa dagana og líklegast heldur það áfram næstu vikurnar.

Hérna eru tuttugu og ein hugmynd að fræðslu, leikjum og fleira sem hægt er að nálgast á netinu endurgjaldslaust.

 1. Horfa á frábæra fyrirlestra frá Ted?
  Hérna er listi yfir nokkra geggjaða fyrirlestra sem fjalla um allt frá fljúgandi vélmennum yfir í tæki sem geta nánast lesið hugsanir þínar.
 2. Fylgjast með tónleikum streymandi á netinu. Allt frá Metropólitan óperunni yfir í Dropkick Murphy’s
 3. Læra nýtt tungumál? Duolingo bíður upp á fría kennslu á yfir 30 tungumálum. Hægt að stilla eftir bæði getustigi og tíma.
 4. Kíkja á sýndarsafn? Hérna er listi yfir frábær söfn um víðan heim þar sem þú getur til dæmis skoðað Guggenheim, Van Gogh safnið og fleiri.
 5. Fara á flakk með Google Street View?  Vissir þú að til dæmis er hægt að fara inn í ákveðin hús eins og Downingstræti 10 og kíkja í kaffi til Boris Johnson.
 6. Skoða barnaefnið á Jibbí rásinni á Nova TV.  Allt á íslensku og þau bjóða þetta frítt þessa dagana til að hjálpa fólki að takast á við þessar aðstæður.
 7. Stöð 2 bíður öllum landsmönnum upp á Stöð 2 krakka, Stöð 2 Bíó og Stöð 3 endurgjaldslaust á meðan á samkomubanninu stendur.
 8. Stundin bíður upp á lifandi menningarviðburði kl 13 alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga á meðan á samkomubanninu stendur
 9. Sækja besta fótboltatölvuleik sögunnar, Championship manager 2001/2002 og gleyma sér aðeins.
 10. Prófa fría tölvuleiki á netinu eins og til dæmis á síðunni Roblox.
 11. Á Youtube er náttúrulega hafsjór af skemmtilegu efni.
 12. Spilaðu klassísk borðspil yfir netið við aðra netspilara. Þarna er til dæmis hægt að keppa í Carcassone, 7 Wonders og Terra Mystica.
 13. Spilaðu skrafl (Scrabble) frítt á netinu við íslenska spilara.
  Netskrafl eða Scrabble
 14. Skákin var nú einu sinni þjóðaríþrótt okkar Íslendinga. Fyrir börn og unglinga er vefsíðan Chesskid sniðug en síðan er Chess fyrir þá sem eru lengra komnir.
 15. Kíkja á fjarnámskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands?
 16. Skella sér á frí fjarnámskeið frá skólum eins og Berkeley, MIT og Harvard?
 17. Horfa á allskonar heimildarmyndir eins og : Erum við ein í alheiminum.
 18. Kannski er málið að læra forritun á meðan þú ert heima fyrir?
  Á Khan Academy er hafsjór af fræðslu.
 19. Borgarleikhúsið bíður upp á beinar útsendingar frá allskonar skemmtilegu, allt frá Bubba yfir í Gosa.
 20. Þjóðleikhúsið bíður upp á ljóðalestra undir regnhlífinni: Ljóð fyrir þjóð.
 21. Það er alltaf hægt að leika sér, vefsíðan Friv.com er talsvert notuð sérstaklega fyrir yngri kynslóðina.Ert þú með fleiri hugmyndir að því hvernig hægt er að nýta 1000 megabita hraða Ljósleiðarans?Skildu endilega eftir athugasemd á Facebook síðunni okkar með fleiri ábendingum að fræðslu, skemmtun eða öðru sem þú telur áhugavert að skoða takk.

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.