Nýtt hverfi Ljósleiðarans

21. júní 2016

Ljósleiðarinn er að klára stóran áfanga í dag í Hafnarfirði. Við erum að klára að tengja síðustu húsin í Áslandi og höfum með því tengt rétt um 500 heimili á svæðinu við Ljósleiðarann.

Öllum framkvæmdum á þessu svæði er lokið og hefur lokaúttekt á jarðvinnu farið fram. Búið er að taka lokaúttekt á tengistöð og brunnum eftir ljósleiðaravinnuna.

Við bjóðum því Áslendinga velkomna á Ljósleiðarann. Nú geta heimili þar nýtt sér gæðasamband á 500 megabita hraða sem sinnir öllum þörfum nútímaheimilis.

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.