Nýr þjónustuvefur

Valur21. október 2015

Nýr þjónustuvefur fyrir fjarskiptafyrirtæki fór í loftið um leið og ný heimasíða Ljósleiðarans leit dagsins ljós. Vefurinn er unninn með veffyrirtækinu Kosmos & Kaos og auglýsingastofunni Hvíta húsinu. Þjónustuvefurinn hefur það hlutverk að auðvelda og einfalda samskipti fjarskiptafyrirtækja við Gagnaveitu Reykjavíkur og eru miklar vonir bundnar við að hann einfaldi líf þeirra og bæti þjónustu. Vefurinn er miðlægur staður sem tekur á móti pöntunum frá viðskiptavinum og þar geta þeir fylgst með framgangi sinna pantana, séð stöðu reikninga og  mælt hraða sambanda. Ljósleiðarinn minn sem er þjónustuvefur fyrir heimili hefur jafnframt fengið andlitslyftingu.