Nýir vefir

Valur11. september 2015

Gagnaveita Reykjavíkur hefur sett í loftið tvo nýja vefi; annars vegar nýjan vef þar sem mögulegt er að nálgast allar upplýsingar um Ljósleiðarann á www.ljosleidarinn.is. Einnig hefur verið komið á fót þjónustuvef fyrir fjarskiptafélög og þjónustuvefur heimila hefur fengið nýtt útlit. Samhliða nýjum vef þá hefur fyrirtækið farið í endurmörkun með tilheyrandi breytingum á litum og útliti á merki Ljósleiðarans. Vefirnir eru unnir með veffyrirtækinu Kosmos & Kaos og auglýsingastofunni Hvíta húsinu. Verkefnastýring var í höndum Koala ehf og verkefnastjóri er Atli Stefán Yngvason.

Helstu markmið vefsins Ljósleiðarinn.is er að veita viðskiptavinum og söluaðilum góða þjónustu og styðja við nýja markaðsstefnu.Vefirnir báðir eru unnir í þremur áföngum og er þetta fyrsti áfangi af þremur. Næsta útgáfa mun leggja áherslu á sjálfsþjónustu, bæði viðskiptavina og þjónustuaðila.