Ljósleiðarinn verður á UTmessunni í ár

Valur2. febrúar 2016

Ljósleiðarinn verður öflugur á UTmessunni sem haldin verður í Hörpu um næstu helgi (5.–6.febrúar). Við verðum með fyrirlestur á föstudeginum fyrir þá sem taka þátt í ráðstefnunni. Þar munu Erling Freyr framkvæmdarstjóri Ljósleiðarans ásamt tæknistjóra okkar, Jóni Inga, fara yfir hlutverk Ljósleiðarans í snjallvæðingu heimila og fyrirtækja. Fyrirlesturinn fer yfir árangur ljósleiðaravæðingar Reykjavíkur og nágrennis, helstu tölur Ljósleiðarans og áhrif snjallvæðingar.

Á laugardeginum er UTmessan opin öllum og gestir velkomnir að kíkja við á bás Ljósleiðarans. Þar er nóg að sjá, skoða og fikta í. Við verðum með hin ýmsu snjalltæki sem heimili geta nýtt sér, eins og snjallperur, lása, öryggisvélar og reykskynjara. Þar má einnig skoða sýndarveruleika CCP og spila nýja leikinn þeirra, Gunjack, á Samsung Galaxy VR græjunni. Hægt verður að kynnast hágæðastreymi og horfa á sjónvarpsefni í leiftrandi 4K. Allt þetta fer um tvær hraðar og snarpar 1 gígabita tengingar frá Ljósleiðaranum. Allir sem taka þátt í QuizUp-leiknum okkar á básnum fara í lukkupottinn og eiga möguleika á því að vinna snjallperur. Svo verðum við með gómsætan ís frá Valdísi fyrir gesti og gangandi. Kíktu við og starfsmenn okkar taka vel á móti þér. 

Hér smá sjá sýnishorn úr Gunjack frá CCP.