Ljósleiðarinn.is frumlegasti vefur ársins 2015

31. janúar 2016

Nýr vefur Ljósleiðarans vann til verðlauna síðastliðin föstudag á uppskeruhátíð vefiðnaðarins. Samtök vefiðnaðarins veitti Ljósleiðaranum sérstök dómnefndarverðlaun fyrir frumlegasta vefinn árið 2015. Ljósleiðarinn fékk einnig tvær tilnefningar sem besti fyrirtækjavefurinn hjá fyrirtækjum með færri en 50 starfsmenn og besti þjónustuvefur viðskiptavina.

Við þökkum dómnefnd SVEF kærlega fyrir okkur, Kosmos & Kaos fyrir dugnaðarvinnu, Hvíta Húsinu fyrir fallegt vörumerki og Koala fyrir verkefnastjórn og texta.

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.