Ljósleiðarinn byggður upp í Garðabæ

Valur5. nóvember 2015

Gagna­veita Reykja­vík­ur og Garðabær hafa skrifað und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu um sam­starf við ljós­leiðara­væðingu heim­ila í Garðabæ. Nú þegar eru 1.800 heim­ili í bæn­um tengd Ljós­leiðar­an­um og með sam­komu­lag­inu mun þeim fjölga í 5.300 fyr­ir lok árs 2018.

Í til­kynn­ingu er haft eft­ir Erl­ingi Frey Guðmunds­syni, fram­kvæmd­ar­stjóra Gagna­veit­unn­ar, að öllum nýj­um heim­il­um sem tengj­ast Ljós­leiðar­an­um í Garðabæ standi til boða 500 mega­bita net­hraði, sem síðar verður hægt að tvö­falda með sama búnaði. Ljós­leiðaraþráður­inn sjálf­ur styðji svo mun meiri hraða þegar á þarf að halda.

Gunn­ar Ein­ars­son, bæj­ar­stjóri Garðabæj­ar seg­ir vilja Garðabæj­ar að stuðla að því að Garðbæ­ing­ar hafi aðgang að öfl­ug­ustu netteng­ing­um sem boðið er upp á í dag. „Ljós­leiðar­inn býður ný tæki­færi í þróun þjón­ustu við íbúa. Þar er meðal ann­ars horft til ör­ygg­isþjón­ustu, sam­gangna og skóla þar sem starfið reiðir sig í sí­aukn­um mæli á traust og öfl­ug fjar­skipta­kerfi.“

Ljós­leiðar­inn er opið net og geta viðskipta­vin­ir keypt þjón­ustu um hann af mörg­um fjar­skipta­fé­lög­um. Það eyk­ur fjöl­breytni og efl­ir sam­keppni inn­an kerf­is­ins. Söluaðilar á þjón­ustu um Ljós­leiðarann eru nú 365, Hringdu, Hringiðan, Síma­fé­lagið og Voda­fo­ne.