Jarðvinna að hefjast í Reykjanesbæ

30. apríl 2020

Sumarið er mætt og þá fer jarðvinna Ljósleiðarans á fullt

Við hefjumst handa í Reykjanesbær í næstu viku en þá byrjum við að vinna í kring um tengistöðvarnar okkar í bænum.

Þær eru staðsettar í Hljómahöll og Vatnaveröld og einnig munum við tengja þær saman við þá tengistöð sem staðsett er við Valhallarbraut í Ásbrú.

Búast má við að fyrstu heimilin sem geta tengst Ljósleiðaranum seinnipartinn í sumar séu fjölbýlin við Hjallaveg og síðan Hlíðarvegur 12-20.

Þetta verkefni er unnið í samstarfi við Mílu og í heild vonumst við eftir því að um 1800 heimili tengist við ljósleiðara á þessu ári í Reykjanesbæ.

Öll heimili fá að sjálfsögðu 1000 megabita hraða bæði upp og niður.

Meginhluti þessara heimila tengjast ekki fyrr en í haust og síðan verða afhendingar alveg fram að áramótum.

Gleðilegt sumar

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.