Íslandsmótið í Overwatch

Valur20. janúar 2017

LjósleiðarinnTölvutekHringdu og Hringiðan Internetþjónusta standa saman að Íslandsmótinu í Overwatch sem fram fer á netinu fram að úrslitaleiknum í Hörpu á UTmessan: Sýningardagur laugardaginn 4. feb. 2017 OPIÐ ÖLLUM,
laugardaginn 4 febrúar kl 1. (Athugið frítt inn þennan dag!)

Heildarverðmæti verðlauna á Íslandsmótinu í Overwatch verða allt að 1.400.000 krónur.

Landsliðið í Overwatch fær fríar Eitt gíg ljósleiðaratengingar í ár að verðmæti um 900.000 krónur 
(6 x tengingar til áramóta 2017/2018)

Hægt verður að velja á milli Eitt gíg nettenginga yfir Ljósleiðarann frá bæði Hringiðan Internetþjónusta og Hringdu

Landsliðið í Overwatch fær einnig 210.000 krónur í peningum 
og þar að auki 120.000 í gjafabréfum frá Tölvutek

Heildarverðmæti verðlauna hjá Landsliðinu 
verða = 1.230.000 krónur

Silfurliðið fær 90.000 í peningum og 
þar að auki 60.000 króna gjafabréf frá Tölvutek

Heildarverðmæti verðlauna hjá silfurliðinu = 150.000 krónur

Þetta verður æsispennandi og við vonumst eftir að sjá sem flesta á UTmessan þegar úrslitin fara fram en við munum líka streyma beint frá viðburðinum á Twitch og Vísir.is

Game on