Ísland leiðandi í ljósleiðara í Evrópu

23. apríl 2020

Ísland er í fyrsta sæti í nýtingu á ljósleiðara fyrir heimili í Evrópu samkvæmt úttekt Fibre to the Home Council Europe. Samkvæmt úttektinni nýta 65,9% íslenskra heimila sér ljósleiðara. Í öðru sæti er Hvíta Rússland með 62,8% nýtingu og svo Spánn með 54,3% nýtingu.

„Við höfum öll séð kosti ljósleiðarans núna á þessum tímum Covid-19 og mikilvægi öflugra og traustra nettenginga. Ísland er nú í fyrsta sæti hvað varðar hlutfall ljósleiðaratenginga í notkun í allri Evrópu. Þessi öfundsverða staða er Íslandi styrkur í samkeppni þjóða og skiptir lykilmáli fyrir þróunarmöguleika atvinnulífs og byggðar í framtíðinni“. Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur.

Yfir 120.000 heimili á Íslandi eru nú tengd ljósleiðara alla leið eða sem nemur 82% allra heimila. Í dag nýta 65,9% heimila tenginguna, sem er hæsta hlutfall í Evrópu. Enn á eftir að tengja um 20.000 heimili á Íslandi. Sé eingöngu miðað við áætlanir Gagnaveitu Reykjavíkur um uppbyggingu ljósleiðara verða um 90% heimila tengd árið 2023. Gagnaveita Reykjavíkur, sem á og rekur Ljósleiðarann, vinnur þannig ötullega að því markmiði stjórnvalda að Ísland verði að fullu ljósleiðaravætt sem fyrst.

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.