Fyrstu heimilin að tengjast Ljósleiðaranum í Reykjanesbæ

11. september 2020

Í dag geta fyrstu heimilin í Reykjanesbæ byrjað að tengjast Ljósleiðaranum og það gleður okkur að geta í fyrsta sinn boðið Eitt gíg gæðasamband Ljósleiðarans á svæðinu. Eitt gíg gefur kost á 1.000 megabitum bæði til og frá heimili. Það er öflugasta nettenging sem býðst á almennum heimilismarkaði hér á landi og þó víðar væri leitað.

Í fyrstu eru göturnar sem geta tengst Borgarvegur 23-52, Gónhóll 1-36, Holtsgata 24, Hólagata 20, Hraunsvegur 11-27, Hæðargata 1-15, og Móavegur 1-9, en fleiri munu fljótt bætast í hópinn og áætlanir okkar gera ráð fyrir að öll heimili í Reykjanesbæ geti tengst Ljósleiðaranum í lok árs 2021. Til að tengjast Ljósleiðaranum leggur þú einfaldlega inn pöntun hjá því fjarskiptafélagi sem þú vilt vera í viðskiptum við og það mun í kjölfarið sjá um að panta Ljósleiðarann fyrir þína hönd. Samstarfsaðilar okkar eru Nova, Vodafone, Hringdu og Hringiðan.

Uppsetning á ljósleiðara alla leið inn á heimili er íbúum að kostnaðarlausu. Sérfræðingar Ljósleiðarans tengja bæði ljósleiðarabox og allan búnað sem þarf netsamband, allt í einni heimsókn til að draga úr raski og ónæði.

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.