Breytingar á skipan stjórnar Gagnaveitu Reykjavíkur

Erling

Skrifar

12. febrúar 2019

Starfskona hallar sér upp að kanban vegg.jpg

Á hluthafafundum nú á dögunum voru gerðar breytingar á stjórn Gagnaveitu Reykjavíkur, sem byggir upp og heldur við gæðasambandi Ljósleiðarans. 
 
Í stjórn Gagnaveitu Reykjavíkur taka sæti þau Birna Bragadóttir stjórnendaráðgjafi og Pálmi Símonarson verkfræðingur. Bæði eru okkur að góðu kunn. Pálmi er sérfræðingur hjá upplýsingatækni OR og Birna var starfsþróunarstjóri hér hjá OR á árunum 2012-2015. Þau koma í stað þeirra Jónu Bjarkar Helgadóttur lögmanns og Bjarna Bjarnasonar forstjóra. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála OR, tekur við formennsku í stjórninni.