Breyting á gjaldskrá Ljósleiðarans

12. apríl 2017

Fyrsta júní næstkomandi mun aðgangsgjald fyrir Ljósleiðarann breytast og verða 2.999 kr. m. vsk.

Uppfærslugjald vegna ljósleiðaraboxa, sem var 18.600 kr. m. vsk., hefur verið tekið út úr verðskrá. Nú geta aðilar með eldri ljósleiðarabox fengið ný og betri ljósleiðarabox þeim að kostnaðarlausu og þar með fengið uppfærslu í Eitt gíg sem er 1.000 megabita hraði.

Samhliða þessari breytingu stendur fjarskiptafélögum til boða að taka yfir aðgangsgjald Ljósleiðarans  þar sem viðskiptavinur fær þá einn reikning, í stað tveggja áður, sem sparar viðskiptavinum eitt tilkynningar- og greiðslugjald. Í dag eru tilkynninga- og greiðslugjöld 114 kr. fyrir net-, boð- og beingreiðslur og 239 kr. fyrir útprentaðan greiðsluseðil.

Frá janúar 2007 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 65%, á sama tíma hefur aðgangsgjald Ljósleiðarans aðeins hækkað um 13%. Á sama tíma hefur hraði á Ljósleiðaranum tífaldast. 

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.