Breyting á gjaldskrá Ljósleiðarans

28. nóvember 2018

Fyrsta janúar næstkomandi mun aðgangsgjald fyrir Ljósleiðarann breytast og verða 3.299 kr. m. vsk.

Fjarskiptafélög hafa í auknu mæli tekið að sér aðgangsgjald Ljósleiðarans og fær þá viðskiptavinur einn reikning, í stað tveggja áður, sem sparar viðskiptavinum eitt tilkynningar- og greiðslugjald. Í dag eru tilkynninga- og greiðslugjöld 114 kr. fyrir net-, boð- og beingreiðslur og 239 kr. fyrir útprentaðan greiðsluseðil.

Frá janúar 2007 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 72,1%, á sama tíma hefur aðgangsgjald Ljósleiðarans aðeins hækkað um 38,6%, að teknu tillit til hækkunar sem verður 1. janúar.  Á sama tíma hefur hraði á Ljósleiðaranum tífaldast.

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.