Besti innri vefur Íslands

erling21. apríl 2017

Þjónustuvefur Ljósleiðarans var í lok janúar valinn besti innri vefur ársins 2016, af Samtökum vefiðnarins (SVEF).

Markmið þjónustuvefsins

Markmið Þjónustuvefs Ljósleiðarans er að hjálpa sölu- og þjónustuaðilum Gagnaveitu Reykjavíkur að veita viðskiptavinum sínum sem kaupa áskrift að Ljósleiðaranum, enn betri þjónustu. Vefurinn er tól sem hannað var sérstaklega fyrir sölu- og þjónustufulltrúa sem koma að þjónustu Ljósleiðarans til að fá betri yfirsýn yfir pantanir og tengingar ásamt því að geta veitt viðskiptavinum öfluga þjónustu. Vefurinn var í stöðugri þróun allt árið í samráði við fjarskiptafélög og starfsmenn. Árið 2016 hafa margar nýjungar og viðbætur bæst við vefinn. Vefurinn leysir af hólmi innra kerfi Ljósleiðarans sem var byggt árið 2004-2006 og var komið til síns tíma. Viðmótið mjög gamaldags og einungis opið á lokuðu neti. Engin þjónustuferli voru þar og né samskiptaleiðir, sem er nú búið að smíða á nýjum þjónustuvef. Notendur vefsins eru starfsmenn Gagnaveitu Reykjavíkur og fjarskiptafélög sem veita þjónustu um Ljósleiðarann (Vodafone, Nova, 365, Hringdu, Hringiðan og Símafélagið).

Takk fyrir okkur!

Við þökkum dómnefnd fyrir verðlaunin og vel unnin störf. Hér er að finna stutta umsögn frá dómnefnd: „Innri vefur ársins að þessu sinni er stílhreinn og fallegur vefur með öflugum verkfærum til þess að geta þjónustað viðskiptavini sína á einfaldan hátt. Starfsmenn ættu að geta unað vel við innrakerfi Þjónustuvefs Ljósleiðarans.“. Gagnaveita Reykjavíkur, eigandi Ljósleiðarans þakkar einnig sköpurum vefsins, en vefurinn er smíðaður af vefstofunni Kosmos & Kaos ásamt Koala ráðgjöf (verkefnastýring og virknihönnun) og Advania (forritun).