Áhugaverð tilraun við Geldingadali

3. september 2021

Frá því snemma í sumar hefur fjöldi fólks keppst við að leggja nýjan ljósleiðarastreng í jörð sunnan eldstöðvarinnar við Fagradalsfjall. Ástæða þess Ljósleiðarinn réðist í verkefnið með öðrum fjarskiptafélögum, almannavörnum og fleirum, var hættan á að eldri ljósleiðarastrengir um svæðið, sem liggja nær gosstöðvunum, yrðu óvirkir vegna hraunstraums. Nú hefur það gerst en í tæka tíð tókst að koma á samböndum um nýju ljósleiðarastrengina.

Í þessu myndbandi segir Elísabet Guðbjörnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Ljósleiðaranum, þessa sögu.

Enn er óvíst hvernig þessari tilraun reiðir af en vel er fylgst með framgangi gossins og hraunflæðis frá því með tilliti til þessara tenginga.

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.