23.11.2021 - 10:53

Breyt­ing á gjald­skrá Ljós­leið­ar­ans

1. janúar næstkomandi mun aðgangsgjald fyrir Ljósleiðarann breytast og verða 3.531 kr. m. vsk. í stað 3.445 kr. m. vsk. nú, sem er hækkun um 2,5% Frá janúar 2007 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 90,4%, á sama tíma hefur aðgangsgjald Ljósleiðarans aðeins hækkað um 48,3%, að teknu tillit til hækkunar sem verður 1. janúar. Á […]

04.11.2021 - 11:46

Birna formaður stjórnar Ljós­leið­ar­ans

Birna Bragadóttir hefur tekið við formennsku í stjórn Ljósleiðarans, fjarskiptafyrirtækis sem lagt hefur ljósleiðaratengingar til fleiri en 100 þúsund heimila á Íslandi og er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Birna hefur átt sæti í stjórn fyrirtækisins, sem áður hét Gagnaveita Reykjavíkur, frá árinu 2019. Birna er forstöðukona Elliðaárstöðvar, sögu- og tæknisýningar OR í Elliðaárdal. Hún hefur […]

02.11.2021 - 09:01

Gagna­veita Reykja­víkur heitir nú Ljós­leið­ar­inn

Eftir að hafa komið fram undir merki Ljósleiðarans síðustu sjö ár hefur nafni Gagnaveitu Reykjavíkur  formlega verið breytt í Ljósleiðarinn. Þetta var ákveðið á hluthafafundi 12. október síðastliðinn. Fyrirtækið rekur víðfeðmt ljósleiðaranet og er enn á fullu í uppbyggingu, einkum á Suðurnesjum þessa dagana. Öll stærstu fjarskipta- og efnisveitufyrirtæki landsins bjóða þjónustu sína um net […]

03.09.2021 - 10:44

Áhuga­verð til­raun við Geld­inga­dali

Frá því snemma í sumar hefur fjöldi fólks keppst við að leggja nýjan ljósleiðarastreng í jörð sunnan eldstöðvarinnar við Fagradalsfjall. Ástæða þess Ljósleiðarinn réðist í verkefnið með öðrum fjarskiptafélögum, almannavörnum og fleirum, var hættan á að eldri ljósleiðarastrengir um svæðið, sem liggja nær gosstöðvunum, yrðu óvirkir vegna hraunstraums. Nú hefur það gerst en í tæka […]

28.08.2021 - 11:50

Þjón­usta Sím­ans komin á Ljós­leið­ar­ann

Nú geta viðskiptavinir Símans sótt þjónustu sína um Ljósleiðarann, hvort sem það er símaþjónusta, internettenging eða sjónvarp. Fyrsti viðskiptavinurinn hefur þegar verið tengdur, en það var heimili Ellenar Ýrar Aðalsteinsdóttur og fjölskyldu. Ellen starfar nú hjá Orkuveitu Reykjavíkur en vann um árabil hjá Símanum. Aukið val – aukin samkeppni „Við bjóðum Símann velkominn með sína […]

04.06.2021 - 12:38

Góður gangur í grennd gos­stöðv­anna

Á einni viku hafa verktakar á vegum Gagnaveitu Reykjavíkur lagt sjö kílómetra ljósleiðarastreng sunnan gosstöðvanna þar sem óttast er að hraun kunni að renna í sjó fram. Þetta er mjög hraður gangur verks af þessu tagi um svo grýtt land. Fyrir viku var greint frá því að Gagnaveita Reykjavíkur væri að hefjast handa við lagningu […]

28.05.2021 - 08:58

Leggja ljós­leið­ara í kappi við hraun­straum­inn

Gagnaveita Reykjavíkur hefur hafist handa við lagningu ljósleiðara meðfram Suðurstrandarvegi, sunnan eldstöðvanna við Fagradalsfjall. Mikilvægt er að koma rörum í jörðu áður en hraun kann að loka leiðinni um óvissa framtíð. Verkið er unnið að fenginni nýrri hraunflæðisspá og að fengnum leyfum frá landeigendum og Grindavíkurbæ. Þetta er liður í stærra verkefni Gagnaveitu Reykjavíkur, sem […]

12.05.2021 - 14:24

Ísland leiðir í nýt­ingu ljós­leið­ara í Evr­ópu

Ísland leiðir í nýtingu ljósleiðara í Evrópu Ísland heldur toppsæti sínu sem það Evrópuland þar sem hæst hlutfall heimila nýtir sér ljósleiðaratengingu til að uppfylla gagnaflutningsþörf heimilisins. Þetta var kynnt á fundi í hádeginu í dag þar sem Fibre to the Home Council Europe kynnti stöðuna í álfunni miðað við september síðastliðinn. Í skýrslunni sem […]

30.11.2020 - 10:26

Breyt­ing á gjald­skrá Ljós­leið­ar­ans

Fyrsta janúar næstkomandi mun aðgangsgjald fyrir Ljósleiðarann breytast og verða 3.445 kr. m. vsk. í stað 3.377 kr. m. vsk. nú, sem er hækkun um 2,01% Frá janúar 2007 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 82,5%, á sama tíma hefur aðgangsgjald Ljósleiðarans aðeins hækkað um 44,69%, að teknu tillit til hækkunar sem verður 1. janúar. Á […]

04.11.2020 - 14:57

Guð­mundur og Regína til Gagna­veitu Reykja­víkur

Guðmundur Jóhann Arngrímsson og Regína Björk Jónsdóttir hafa verið ráðin í tækniþjónustu- og afhendingardeild Gagnaveitu Reykjavíkur (GR) en þau búa bæði þau yfir víðtækri reynslu úr fjarskiptabransanum.   Regína starfaði áður sem viðskiptastjóri hjá Nova en hún er vottaður fjármálaráðgjafi úr Opna háskólanum í Reykjavík frá árinu 2017 auk þess sem hún nam viðskiptafræði við Háskólann […]

28.10.2020 - 21:04

Kap­al­væð­ing býður þjón­ustu um Ljós­leið­ara Gagna­veitu Reykja­víkur

Kapalvæðing og Gagnaveita Reykjavíkur (GR) rituðu í dag undir samkomulag þess efnis að Kapalvæðing leigi aðgang að ljósleiðarakerfi GR um opið net félagsins. Með samningnum mun Kapalvæðing geta aukið þjónustu og bandvídd við viðskiptavini sína á Reykjanesi yfir ljósleiðaranet GR.  Unnið er að tæknilegum undirbúningi og er stefnt að því að þjónusta Kapalvæðingar verði aðgengileg á ljósleiðara GR á næstu vikum.  „Við fögnum þessum samning við GR en með honum munum […]

11.09.2020 - 10:32

Fyrstu heim­ilin að tengj­ast Ljós­leið­ar­anum í Reykja­nesbæ

Í dag geta fyrstu heimilin í Reykjanesbæ byrjað að tengjast Ljósleiðaranum og það gleður okkur að geta í fyrsta sinn boðið Eitt gíg gæðasamband Ljósleiðarans á svæðinu. Eitt gíg gefur kost á 1.000 megabitum bæði til og frá heimili. Það er öflugasta nettenging sem býðst á almennum heimilismarkaði hér á landi og þó víðar væri […]

31.08.2020 - 13:40

359 millj­óna króna hagn­aður Gagna­veitu Reykja­víkur 2019

Afkoma Gagnaveitu Reykjavíkur (GR) var góð á árinu 2019 og skilaði starfsemin 359 milljóna króna hagnaði og jókst hann um 87% milli ára. Meginástæða jákvæðrar afkomu er fjölgun viðskiptavina á heimilis- og fyrirtækjamarkaði undanfarin ár í kjölfar ljósleiðaravæðingar GR.  „Þessi árangur er í samræmi við áætlanir okkar en Ísland er í fyrsta sæti í nýtingu […]

17.07.2020 - 13:36

Sím­inn kemur inn á Ljós­leið­ara Gagna­veitu Reykja­víkur

Síminn og Gagnaveita Reykjavíkur (GR) rituðu undir samkomulag í morgun þess efnis að Síminn leigi aðgang að ljósleiðarakerfi GR. Þannig mun Síminn í framtíðinni geta aukið þjónustu til viðskiptavina sinna yfir ljósleiðaranet GR. Hjá báðum aðilum er vinna hafin við tæknilegan undirbúning og stefnt verður að því að þjónusta Símans verði aðgengileg á ljósleiðara GR […]

30.04.2020 - 12:33

Jarð­vinna að hefjast í Reykja­nesbæ

Sumarið er mætt og þá fer jarðvinna Ljósleiðarans á fullt Við hefjumst handa í Reykjanesbær í næstu viku en þá byrjum við að vinna í kring um tengistöðvarnar okkar í bænum. Þær eru staðsettar í Hljómahöll og Vatnaveröld og einnig munum við tengja þær saman við þá tengistöð sem staðsett er við Valhallarbraut í Ásbrú. […]

23.04.2020 - 14:22

Ísland leið­andi í ljós­leið­ara í Evr­ópu

Ísland er í fyrsta sæti í nýtingu á ljósleiðara fyrir heimili í Evrópu samkvæmt úttekt Fibre to the Home Council Europe. Samkvæmt úttektinni nýta 65,9% íslenskra heimila sér ljósleiðara. Í öðru sæti er Hvíta Rússland með 62,8% nýtingu og svo Spánn með 54,3% nýtingu. „Við höfum öll séð kosti ljósleiðarans núna á þessum tímum Covid-19 […]

15.04.2020 - 08:43

Fjar­vinna og fundir

Í ljósi ástandsins er við hæfi að taka saman nokkrar ábendingar um það hvernig best er að haga fjarvinnu og fjarfundum þannig að vel takist til. Þetta er auðvitað ekki tæmandi listi enda þarf hver og einn að finna hjá sér hvernig best er að haga sinni fjarvinnu en það er gott að hafa eftirfarandi […]

15.04.2020 - 08:42

Fáðu bestu netupp­lif­un­ina

Nú þegar mörgum vinnustöðum hefur verið lokað og fólk hvatt til þess að vera heima er mikilvægt að hafa netmálin í lagi heimavið. Á þessum tímum eru margir farnir að vinna að heiman og nota fjarfundarbúnað. Enn fleiri nýta sér afþreyingu yfir streymisveitur eða tölvuleiki í netspilun og fjöldi fólks heldur sambandi við vini og ættingja yfir netið.   […]

15.04.2020 - 08:41

Saman í sam­komu­banni?

Það eru margir að eyða miklum tíma heima fyrir þessa dagana og líklegast heldur það áfram næstu vikurnar. Hérna eru tuttugu og ein hugmynd að fræðslu, leikjum og fleira sem hægt er að nálgast á netinu endurgjaldslaust. Horfa á frábæra fyrirlestra frá Ted?Hérna er listi yfir nokkra geggjaða fyrirlestra sem fjalla um allt frá fljúgandi vélmennum […]

15.04.2020 - 08:41

Net­umferð stór­eykst

Covid-19 áhrif – Netumferð stóreykst  Áhrifa Covid-19 veirunnar gætir víða en samhliða verulegri aukningu í fjarvinnu fólks sem og samdrætti í umferð bíla og gangandi fólks hefur netumferð stóraukist. Hjá Gagnaveitu Reykjavíkur (GR) hefur flutningur gagnamagns aukist um 40% hjá Ljósleiðara GR að undanförnu með tilheyrandi álagi á kerfið. „Síðustu 30 daga hefur netumferð um kerfi […]

15.04.2020 - 08:40

Ljós­leið­ara­væð­ingu í þétt­býli á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lokið

Ljósleiðarinn nær nú til allra heimila í þéttbýli Kópavogs, Seltjarnarness, Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Reykjavík. Sveitarstjórar þeirra sex sveitarfélaga sem eru á höfuðborgarsvæðinu taka á móti staðfestingu þess efnis frá Gagnaveitu Reykjavíkur. Ljósleiðari forsenda snjallvæðingar sveitarfélaga Sveitarfélögin eru að ryðja brautina í stafrænni þjónustu við íbúa og í þátttöku þeirra í stjórn sveitarfélaganna í gegnum […]

15.04.2020 - 08:39

Gríð­ar­leg notkun á Ljós­leið­ar­anum í óveðr­inu

Gagnaumferð um Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur var fjórðungi meiri en venjulega í óveðrinu í gærkvöldi. Hámarki náði umferðin klukkan 21:25. Þá var straumur gagna um Ljósleiðarann 26,1% meiri en á sama tíma viku fyrr, miðvikudagskvöldið 3. desember, og hefur aldrei nokkurn tíma verið meiri. Ljósleiðarinn nær til um 100.000 heimila og á umferðartölum um netið í […]

15.04.2020 - 08:38

Allt þétt­býli í Hafnar­firði komið í sam­band við Ljós­leið­ar­ann

Lokið er tengingu allra heimila í þéttbýli Hafnarfjarðar við Ljósleiðarann. Af þessu tilefni afhenti Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra skjöld til vottunar á þessum áfanga í uppbyggingu innviða í sveitarfélaginu. Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur fagnar þessum áfanga. „Þetta er mikilvægt skref í uppbyggingu nútímasamfélaga að hafa svo trausta innviði […]

15.04.2020 - 08:37

82% íslenskra heim­ila tengd ljós­leið­ara

ÍSLAND Í ÖÐRU SÆTI Í EVRÓPU YFIR VIRKAR LJÓSLEIÐARATENGINGAR – 100.000 HEIMILI TENGD LJÓSLEIÐARANUM Gagnaveita Reykjavíkur (GR) lauk nýverið við að tengja hundraðþúsundasta heimilið við Ljósleiðarann og var það í Árborg. Nú eru 82% íslenskra heimila tengd ljósleiðara og samkvæmt skýrslu IDATE DigiWorld er Ísland nú í öðru sæti í Evrópu hvað varðar hlutfall virkra […]

15.04.2020 - 08:36

PFS sektar Sím­ann aftur fyrir ítrekað brot á lögum

Síminn braut lög með því að beina áskrifendum að Sjónvarpi Símans í viðskipti við eigið fjarskiptatæki. Þetta er niðurstaða Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) og er ákvörðunin birt á vef stofnunarinnar í dag. Þetta er í annað skipti að PFS sektar fyrir sama brotið og eins og í fyrra skiptið nemur sektin níu milljónum króna. Hámarkssekt er […]

15.04.2020 - 08:36

Gagna­veita Reykja­víkur krefst bóta vegna lög­brots Sím­ans

Gagnaveita Reykjavíkur hefur krafið Símann um tæplega 1,3 milljarða króna skaðabætur vegna fjárhagslegs tjóns sem fyrirtækið hefur orðið fyrir sökum brots Símans á fjölmiðlalögum. Krafan gæti hækkað þar sem talið er að brot Símans standi enn yfir. Gagnaveita Reykjavíkur gefur Símanum 14 daga frest til að bregðast við kröfunni og láta af brotum sínum í […]

15.04.2020 - 08:34

Verð­breyt­ing Ljós­leið­ar­ans 1. janúar 2020

Fyrsta janúar næstkomandi mun aðgangsgjald fyrir Ljósleiðarann breytast og verða 3.377 kr. m. vsk. í stað 3.299 kr. m. vk. nú, sem er hækkun um 2,36% Fjarskiptafélög hafa í auknu mæli tekið að sér aðgangsgjald Ljósleiðarans og fær þá viðskiptavinur einn reikning, í stað tveggja áður, sem sparar viðskiptavinum eitt tilkynningar- og greiðslugjald. Í dag […]

15.04.2020 - 08:33

Brot á reglum bitnar á neyt­endum

Gagnaveita Reykjavíkur (GR) hefur hafið söfnun á upplýsingum um þau heimili sem hafa orðið fyrir barðinu á óleyfilegri aftengingu á ljósleiðaraþræði GR og þannig misst samband við Ljósleiðarann, opið gagnaflutningskerfi GR. Samkeppnisaðili GR, Míla, hefur orðið uppvís að því að takmarka val neytenda og hamla þannig samkeppni í fjarskiptainnviðum með því að aftengja heimili við […]

15.04.2020 - 08:32

Láttu ekki hirða af þér Ljós­leiðarann

Okkur hjá Gagnaveitu Reykjavíkur brá ónotalega þegar við fréttum af því að samkeppnisaðili væri að bjóða fólki að rífa búnaðinn okkar niður. Stundum er þetta meira að segja gert óumbeðið. Fólk hefur fengið sölusímtöl þar sem því er boðið að fá annað tengibox ljósleiðara í stað þess sem við settum upphaflega upp. Á nokkrum stöðum […]

15.04.2020 - 08:30

Ein Heim­sókn Ljós­leið­ar­ans

FRÍ HEIMSENDING Á 1000 MEGABITUM Ljósleiðarinn býður þér upp á eina heimsókn til að koma þér í samband við gríðarlega gott internet. Pantaðu þér Ljósleiðarann án bindingu hjá eftirfarandi söluaðilum:  Vodafone, Nova, Hringiðan og Hringdu. Ein heimsókn – Allt tengtEitt Gíg / 1000 Megabitar Vilt þú fría heimsendingu á gríðarlega góðu interneti?Þú byrjar á að panta […]

02.09.2019 - 10:25

Allt þétt­býli í Mos­fellsbæ komið í sam­band við Ljós­leið­ar­ann

Allt þéttbýli í Mosfellsbæ komið í samband við Ljósleiðarann Lokið er tengingu allra heimila í þéttbýli Mosfellsbæjar við Ljósleiðarann. Af þessu tilefni afhenti Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, Haraldi Sverrissyni bæjarstjóra skjöld til vottunar á þessum áfanga í uppbyggingu innviða í sveitarfélaginu. Fleiri áfangar eru framundan því í vor samþykkti bæjarráð samning við Fjarskiptasjóð […]

30.08.2019 - 10:00

Fyrstu heim­ilin í Árborg tengd við Ljós­leið­ar­ann

Við erum gríðarlega ánægð með að fyrstu heimilin í Árborg tengdust við Ljósleiðarann í dag og geta því pantað þjónustu! 🙂 Nú geta íbúar að Hörðuvöllum 1, Árvegi 1 og Austurvegi 9, 20, 28, 38, 39 39A, 42, 48, 51, 56, 65A haft samband við Vodafone, Nova, Hringdu eða Hringiðuna og skoðað úrvalið af þeirri þjónustu […]

19.03.2019 - 12:37

192 millj­óna króna hagn­aður Gagna­veitu Reykja­víkur árið 2018

192 milljóna króna hagnaður Gagnaveitu Reykjavíkur 2018 Afkoma Gagnaveitu Reykjavíkur var góð á árinu 2018 og skilaði starfsemin 192 milljóna króna hagnaði. Lykillinn að því er að á sama tíma og tekjur uxu með vaxandi vinsældum Ljósleiðarans dróst rekstrarkostnaður saman. Nú sér fyrir endann á því mikla fjárfestingarverkefni að hvert einasta heimili í þéttbýli á […]

13.03.2019 - 09:08

Ver­ald­ar­vef­ur­inn þrí­tugur

Ísland annað hraðasta land heims Í gærmorgun hófust hátíðarhöld á fæðingastað Veraldarvefsins í Sviss í tilefni 30 ára afmælis hans. Hér að ofan má sjá skjáskot af fyrstu vefsíðunni. Afmælinu er líka fagnað á Íslandi þar sem Ljósleiðarinn er orðinn styrktaraðili Rafíþróttasamtaka Íslands. Keppendur innan vébanda þess treysta á snarpar og hraðar nettengingar um veraldarvefinn öðru […]

05.03.2019 - 15:42

Gagna­veita Reykja­víkur krefst bóta vegna lög­brots Sím­ans

Gagnaveita Reykjavíkur hefur krafið Símann um tæplega 1,3 milljarða króna skaðabætur vegna fjárhagslegs tjóns sem fyrirtækið hefur orðið fyrir sökum brots Símans á fjölmiðlalögum. Krafan gæti hækkað þar sem talið er að brot Símans standi enn yfir. Gagnaveita Reykjavíkur gefur Símanum 14 daga frest til að bregðast við kröfunni og láta af brotum sínum í […]

12.02.2019 - 14:57

Breyt­ingar á skipan stjórnar Gagna­veitu Reykja­víkur

Á hluthafafundum nú á dögunum voru gerðar breytingar á stjórn Gagnaveitu Reykjavíkur, sem byggir upp og heldur við gæðasambandi Ljósleiðarans.    Í stjórn Gagnaveitu Reykjavíkur taka sæti þau Birna Bragadóttir stjórnendaráðgjafi og Pálmi Símonarson verkfræðingur. Bæði eru okkur að góðu kunn. Pálmi er sérfræðingur hjá upplýsingatækni OR og Birna var starfsþróunarstjóri hér hjá OR á […]

21.12.2018 - 13:15

Þjón­ustu­tími yfir hátíð­arnar 2018

Senn líður að jólum og það þýðir annar þjónustutími.   Þjónustuver ljósleiðarans sem annast hefðbundna svörun vegna almennra fyrirspurna og reikninga er ekki opið á aðfangadag og gamlársdag. Við erum þó við símann öll jólin og veitum tæknilega aðstoð með ljósleiðaraboxið. Opnunartími er svo hefðbundinn milli jóla og nýárs. Ef ekki var hægt að leysa […]

28.11.2018 - 12:43

Breyt­ing á gjald­skrá Ljós­leið­ar­ans

Fyrsta janúar næstkomandi mun aðgangsgjald fyrir Ljósleiðarann breytast og verða 3.299 kr. m. vsk. Fjarskiptafélög hafa í auknu mæli tekið að sér aðgangsgjald Ljósleiðarans og fær þá viðskiptavinur einn reikning, í stað tveggja áður, sem sparar viðskiptavinum eitt tilkynningar- og greiðslugjald. Í dag eru tilkynninga- og greiðslugjöld 114 kr. fyrir net-, boð- og beingreiðslur og […]

12.11.2018 - 10:06

Eitt gíg ljós­leið­ari kom­inn á hvert heim­ili í Kópa­vogi

Eitt gíg ljósleiðari kominn á hvert heimili í Kópavogi Öllum íbúum í þéttbýli Kópavogs stendur nú til boða Eitt gíg netsamband um Ljósleiðarann. Í tilefni ljósleiðaravæðingar Kópavogs afhenti Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, skjöld til vottunar á þessum áfanga í uppbyggingu innviða í bænum. Á dögunum var lokið við […]

06.09.2018 - 13:13

Gagna­veita Reykja­víkur til­nefnd til alþjóð­legra verð­launa

Ljósleiðarinn frá Gagnaveitu Reykjavíkur hefur verið tilnefndur til alþjóðlegra verðlauna Carriers World Awards, sem eitt framsæknasta fjarskiptainnviðafyrirtæki í heildsölu. Gagnaveita Reykjavíkur  er þar á meðal fimm framúrskarandi fjarskiptafyrirtækja, en þar á meðal eru risafyrirtæki á borð við Deutsche Telekom og HGC Global Communications. Það mun koma í ljós á Carriers World ráðstefnunni í London þann […]

31.08.2018 - 16:26

Miklar fram­kvæmdir og fleiri við­skipta­vinir

Sumarið var annríkt hjá okkur hjá Gagnaveitu Reykjavíkur og verktökunum okkar, sem létu svo sannarlega hendur standa fram úr ermum. Á þessu ári munum við klára að tengja öll heimili á höfuðborgarsvæðinu og sjáum fyrir endann á þessu heilmikla átaki og tengjum síðustu heimilin í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og í Mosfellsbæ. Í vor var tekin […]

17.08.2018 - 10:31

Sjón­varp Sím­ans nú í boði um kerfi Ljós­leið­ar­ans!

Sjónvarps Símans (aðgangskerfið) og Sjónvarps Símans Premium (sjónvarpsáskriftin) eru nú í boði um kerfi Ljósleiðarans! Við bjóðum því notendur á Sjónvarpi Símans velkomna á Eitt gíg, þúsund megabita gæðasamband Ljósleiðarans. Nær öll heimili tengd Ljósleiðaranum njóta nú Eitt gíg netsambands, í báðar áttir. Hvað er í boði í Sjónvarpi Símans? Sjónvarp Símans óháð neti kostar […]

01.08.2018 - 12:00

Voda­fone nú með ofur­háskerpu­mynd­lykil

Vodafone hefur hafið dreifingu á Samsung ofurháskerpumyndlykli sem styður Ultra HD myndgæði (kallast einnig 4K). UltraHD er orðið algengasti staðallinn í nýjum sjónvarpstækjum og er fjórum sinnum hærri upplausn en áður var (fór úr 1920×1080 í 3840×2160).  Þetta þýðir að að allt myndefni er mun skarpara en áður. Þetta þýðir þó að einungis nýtt efni […]

23.07.2018 - 14:50

Gagna­veita Reykja­víkur stofn­fé­lagi í alþjóð­legum sam­tökum ljós­leið­ara­fyr­ir­tækja

Gagnaveita Reykjavíkur er meðal stofnenda nýrra alþjóðlegra samtaka ljósleiðarafyrirtækja sem vilja sjá gígabita ljósleiðara alla leið til heimila og fyrirtækja og tryggja valkosti í öflugri fjarskiptaþjónustu. Aðrir stofnendur eru CityFibre í Bretlandi, Deutsche Glasfaser í Þýskalandi, Open Fiber á Ítalíu og SIRO á Írlandi. Fyrirtækin eiga það sameiginlegt að reka opin ljósleiðarakerfi og vera eingöngu […]

04.07.2018 - 12:00

Nið­ur­staða PFS neyt­endum mik­il­væg

„Þetta er mikilvæg niðurstaða fyrir neytendur og samkeppni á fjarskiptamarkaði,“ segir Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, um þá niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar að hömlur á dreifingu tímaflakks og frelsis Sjónvarps Símans feli í sér brot á lögum. „Nú er mikilvægt að þessu lögbroti linni og neytendur fái að njóta þess valfrelsis sem fjölmiðlalögum er […]

24.05.2018 - 18:10

57% velja ljós­leið­ara

Nýting á ljósleiðara til heimila þaut upp á síðasta ári þegar ljósleiðaratengdum heimilum fjölgaði um 14.297 eða 33,8%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) þar sem farið er yfir stöðuna á íslenska fjarskiptamarkaðinum árið 2017. Heimili sem nýta sér koparsamband fækkaði um 9.215, sem er 10,9% lækkun milli ára. Af 133.574 heimilum […]

24.05.2018 - 10:28

Ljós­leið­ar­inn til Voga

Gagnaveita Reykjavíkur og sveitarfélagið Vogar hafa gert með sér samkomulag um ljósleiðaravæðingu í þéttbýli. Viljayfirlýsing þessa efnis var undirrituð í gær af framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur, Erling Frey Guðmundssyni og forseta bæjarstjórnar Voga, Ingþóri Guðmundssyni. Stefnt er að því að ljúka verkefninu fyrir árslok 2023. Íbúar í Vogum geta sjálfir haft áhrif á í hvaða röð […]

09.05.2018 - 10:28

Vor­boð­arnir

Vorið er augljóslega komið. Lóan farin að syngja í túnum, snjókoman orðin fátíð og Ísland fallið út úr Júróvisjón. Vandvirkir verktakar á vegum Ljósleiðarans eru líka farnir að leggja rör í hús, blása í þau ljósleiðaraþráðum, festa upp tengibox á heimilum og klára svo tengingar í einni heimsókn. Í þessum pistli er farið yfir helstu […]

18.04.2018 - 13:48

Gagna­veita Reykja­víkur og Míla í sam­starfi

Samvinna í framkvæmdum við lagningu ljósleiðara til heimila á höfuðborgarsvæðinu Míla og Gagnaveita Reykjavíkur hafa gert með sér samkomulag um samstarf við uppbyggingu ljósleiðara til heimila á höfuðborgarsvæðinu. Samkomulagið felur í sér að hvort félag um sig tekur að sér ákveðin svæði og leggur þar tvö sjálfstæð ljósleiðarakerfi, fyrir báða samningsaðila, í einni og sömu […]

05.04.2018 - 13:00

Ljós­leið­ar­inn er á leið­inni til Reykja­nes­bæjar

Ljósleiðarinn í Reykjanesbæ Gagnaveita Reykjavíkur og Reykjanesbær hafa gert með sér samkomulag um ljósleiðaravæðingu í bænum. Þeir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur hafa skrifað undir viljayfirlýsingu þessa efnis. Samkvæmt henni stefnir Gagnaveita Reykjavíkur að því að ljúka tengingu við Ljósleiðarann í hverfunum Keflavík, Njarðvík, Ásbrú og Höfnum fyrir […]

22.03.2018 - 10:30

Ljós­leið­ar­inn er á leið­inni í Árborg

Ljósleiðarinn í Árborg Gagnaveita Reykjavíkur og sveitarfélagið Árborg hafa gert með sér samkomulag um ljósleiðaravæðingu alls þéttbýlis í sveitarfélaginu. Þau Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Árborgar og Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur hafa skrifað undir viljayfirlýsingu þessa efnis. Samkvæmt henni er stefnt að því að ljúka verkefninu fyrir árslok 2021. Íbúar hafa áhrif á framkvæmdaröð Árborg er það […]

19.03.2018 - 17:00

Breyt­ing á gjald­skrá Ljós­leið­ar­ans

Fyrsta maí næstkomandi mun aðgangsgjald fyrir Ljósleiðarann breytast og verða 3.190 kr. m. vsk. Fjarskiptafélög hafa í auknu mæli tekið að sér aðgangsgjald Ljósleiðarans og fær þá viðskiptavinur einn reikning, í stað tveggja áður, sem sparar viðskiptavinum eitt tilkynningar- og greiðslugjald. Í dag eru tilkynninga- og greiðslugjöld 114 kr. fyrir net-, boð- og beingreiðslur og […]

26.02.2018 - 10:24

Ljós­leið­ar­inn í breyttum sam­göngum

Það er allt á fleygiferð í samgöngumálum (skipulagt skop). Orkuskipti yfir í rafmagn standa yfir, Borgarlína er til umræðu, sjálfkeyrandi bílar líka og deilibílakerfi. Allar þessar breytingar treysta með einhverjum hætti á trausta flutninga á rafrænum gögnum sem eru lykilþáttur í sumum þessara lausna. Frísklegri samgöngur Eina breytingu enn er rétt að nefna og hún […]

21.02.2018 - 09:46

Ljós­leið­ara­mál í Kveiki á RÚV

Það var grafið djúpt í ljósleiðaramál í Kveiki á RÚV. Hér er tengill á þáttinn þar sem flókin álitamál eru útskýrð á skiljanlegan hátt. http://www.ruv.is/frett/bera-meiri-upplysingar-en-allir-gervihnettir  

22.01.2018 - 13:02

Kyn­bundin launamunur

Kynbundin launamunur Óútskýrður kynbundinn launamunur hjá OR og dótturfélögunum mælist nú 0,29% konum í hag. Mælingin, sem byggð er á launagreiðslum fyrir desembermánuð, er önnur mælingin sem sýnir muninn á þennan veg. Í nóvember var munurinn í fyrsta sinn konum í vil og mældist þá 0,20%. Stefna OR og dótturfélaganna – Veitna, Orku náttúrunnar og […]

18.01.2018 - 10:50

Útbreiðsla Ljós­leið­ar­ans aldrei örari en 2017

Heimilum tengdum Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur fjölgaði um 10.556 á árinu 2017 og hefur fjölgunin aldrei verið örari. Um 87 þúsund heimili í tólf sveitarfélögum eru nú tengd Ljósleiðaranum og svarar það til þess að tvö af hverjum þremur heimilum í landinu eru tengd. Bylting í gagnatengingum heimila Það verkefni Gagnaveitu Reykjavíkur að tengja ljósleiðara alla […]

04.01.2018 - 09:38

Hröð­ustu inter­netteng­ingar á Íslandi

Okkur finnst gaman að sjá að öll þau fyrirtæki sem raða sér í efstu sætin yfir hröðustu heimatengingar á Íslandi samkvæmt mælingum Speedtest eru viðskiptavinir Ljósleiðarans. Það má sjá þetta nánar á vefsíðu Speedtest 

21.12.2017 - 14:00

Gleði­leg jól

Gleðileg jól frá starfsfólki Gagnaveitu Reykjavíkur Á árinu náðum við þeim áfanga að vera búin að tengja 87.000 heimili við Ljósleiðarann Á næsta ári stefnum við á að klára allt þéttbýli höfuðborgarsvæðisins Það verður gleðilegt ár   

13.12.2017 - 15:04

Ísland númer eitt

Okkur þykir það ekkert leiðinlegt þegar við Íslendingar teljumst bestir í heimi. Það er ágreiningslaust að við erum rosalegust í heimi í fótbolta karla og kvenna, að minnsta kosti miðað við höfðatölu. Nú er orðið opinbert að í fjarskiptamálum erum við best og þar er ekki miðað við höfðatölu. Við teljum að sífellt aukin útbreiðsla […]

26.10.2017 - 11:38

Gagna­veita Reykja­víkur hlýtur tvenn alþjóð­leg verð­laun

Gagnaveita Reykjavíkur hlaut tvenn verðlaun á stærstu háhraðaráðstefnu heims, Broadband World Forum, í gærkvöldi. Önnur verðlaunin hlaut Gagnaveita Reykjavíkur (GR) fyrir besta framtak í þjónustu og þá var Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri GR kosinn maður ársins í háhraðageiranum. Verkefnið „Ein heimsókn“ hjá Ljósleiðaranum hlaut þjónustuverðlaunin. Það er samstarfsverkefni GR og þeirra fjarskiptafyrirtækja sem veita þjónustu […]

25.10.2017 - 10:49

Gagna­veita Reykja­víkur til­nefnd til alþjóð­legra verð­launa

Gagnaveitu Reykjavíkur er á meðal fjögurra fyrirtækja sem tilnefnd hafa verið til alþjóðlegra verðlauna World Broadband Forum. Tilnefningin er í flokki sem nefnist besti kostur viðskiptavina og er þjónusta sem Gagnaveita Reykjavíkur býður upp á og nefnist „Ein heimsókn“ sérstaklega nefnd sem ástæða útnefningarinnar. „Ein heimsókn“ er samstarfsverkefni Gagnaveitu Reykjavíkur og þeirra sex fjarskiptafyrirtækja sem […]

31.08.2017 - 10:27

Opið net Ljós­leið­ar­ans og sam­starf í fram­kvæmdum

Vel skipulagðar og hraðar framkvæmdir lykilatriði Það var framsýnt fólk sem lagði af stað í þá vegferð að ljósleiðaratengja íslensk heimili fyrir rúmlega áratug síðan. Fólk sem sá þörfina sem yrði í framtíðinni og að ef við ætluðum að vera samkeppnishæf á alþjóðavettvangi þá þyrfti að byrja fyrr en síðar. Að byggja upp innviði er […]

31.08.2017 - 10:02

Aldrei fleiri heim­ili tengd Ljós­leið­ar­anum en 2016

Um 8.000 heimili fengu tengingu við Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur árið 2016. Í lok ársins 2016 voru um 78 þúsund heimili tengd og verða í lok árs 2017 um 85.000. Á árinu 2018 mun Ljósleiðarinn ná til heimila á höfuðborgarsvæðinu öllu. Fjárfestingar fyrirtækisins námu 2,7 milljörðum króna, sem gerir það mesta fjárfestingaár fyrirtækisins frá stofnun þess fyrir um áratug. […]

26.04.2017 - 09:15

Ein Heim­sókn Ljós­leið­ar­ans

FRÍ HEIMSENDING Á 1000 MEGABITUM Ljósleiðarinn býður þér upp á eina heimsókn til að koma þér í samband við griðarlega gott internet.  Pantaðu þér Ljósleiðarann án bindingu hjá eftirfarandi söluaðilum:  Vodafone, Nova, Hringiðan og Hringdu. Ein heimsókn – Allt tengt Eitt Gíg / 1000 Megabitar Vilt þú fría heimsendingu á gríðarlega góðu interneti? Þú byrjar […]

21.04.2017 - 15:00

Besti innri vefur Íslands

Þjónustuvefur Ljósleiðarans var í lok janúar valinn besti innri vefur ársins 2016, af Samtökum vefiðnarins (SVEF). Markmið þjónustuvefsins Markmið Þjónustuvefs Ljósleiðarans er að hjálpa sölu- og þjónustuaðilum Gagnaveitu Reykjavíkur að veita viðskiptavinum sínum sem kaupa áskrift að Ljósleiðaranum, enn betri þjónustu. Vefurinn er tól sem hannað var sérstaklega fyrir sölu- og þjónustufulltrúa sem koma að þjónustu […]

12.04.2017 - 16:39

Nýtt í net­bún­aði

Það eru komnir nokkrir mánuðir síðan við fjölluðum um netbeina sem geta meira og kominn tími á nýjustu fregnir og tíðindi af netbúnaðarmálum. Síðan þá er komin ný útgáfa af þráðlausum staðli (AC Wave 2), Apple hætti framleiðslu netbeina (bless Airport) og samtengd þráðlaus netbúnaður datt í tísku. Wave 2 Núverandi þráðlaus staðall er nefndur […]

12.04.2017 - 16:19

Vilt þú koma fólki í sam­band við fram­tíð­ina?

Við leitum að jákvæðum, handlögnum og samskiptaliprum rafvirkjum  í ört vaxandi hóp skemmtilegra vinnufélaga sem hjálpast að við að leggja Ljósleiðarann inn í heimahús. Þú heimsækir fólk á hverjum degi: – tekur þátt í gefandi samskiptum við þakkláta viðskiptavini – finnur bestu lagnaleiðir og tengir ljósleiðarabox – virkjar þjónustu heimila: net, sjónvarp og síma – […]

12.04.2017 - 16:16

Varst þú búin/n að sjá úrslita­leik­inn í Íslands­mót­inu í Overwatch 2017?

Úrslitaleikurinn á Íslandsmeistaramótinu í Overwatch árið 2017. Einherjar tókust á við Team Haffi Cool í Bo7 þar sem Einherjar voru með einn sigur fyrirfram sem sigurverar úr sigurriðli.  Mótið er haldið af Ljósleiðaranum og Tölvutek og var á UTMessunni 2017. Kynnir er Óli í GameTíví. Lýsendur eru Bergur Theódórsson og Atli Stefán Yngvason. Upptaka og […]

12.04.2017 - 15:20

Breyt­ing á gjald­skrá Ljós­leið­ar­ans

Fyrsta júní næstkomandi mun aðgangsgjald fyrir Ljósleiðarann breytast og verða 2.999 kr. m. vsk. Uppfærslugjald vegna ljósleiðaraboxa, sem var 18.600 kr. m. vsk., hefur verið tekið út úr verðskrá. Nú geta aðilar með eldri ljósleiðarabox fengið ný og betri ljósleiðarabox þeim að kostnaðarlausu og þar með fengið uppfærslu í Eitt gíg sem er 1.000 megabita […]

21.02.2017 - 14:42

Hjóla­hópur Ljós­leið­ar­ans

Hjólahópur Ljósleiðarans tók skemmtilega æfingu í  kvöldrökkrinu um daginn Þessi frábæri hópur tekur þátt í WOW hjólreiðakeppninni sem haldin er á sumrin Um 30% af starfsmönnum Ljósleiðarans nýtir sér samgönguhjólreiðar sem ferðamáta í vinnuna og er  það mjög í anda við loftslagsmarkmið okkar Hérna eru fimm góð ráð varðandi vetrarhjólreiðar  frá vefsíðunni hjolreidar.is 1. Láttu […]

04.02.2017 - 18:55

Úrslit Íslands­meist­ara­móts­ins í Overwatch 2017

Úrslit liggja fyrir eftir æsispennandi Íslandsmeistaramót í Overwatch fyrir árið 2017. 49 lið og yfir 300 leikmenn tóku þátt í mótinu og var fyrri hluti spilaður á netinu. Úrslit fóru svo fram í dag á UTmessunni og mættu liðin Einherjar og Team Hafficool til leiks. Landslið Íslands í Overwatch eru Einherjar! Í því liði eru […]

20.01.2017 - 15:53

Íslands­mótið í Overwatch

Ljósleiðarinn, Tölvutek, Hringdu og Hringiðan Internetþjónusta standa saman að Íslandsmótinu í Overwatch sem fram fer á netinu fram að úrslitaleiknum í Hörpu á UTmessan: Sýningardagur laugardaginn 4. feb. 2017 OPIÐ ÖLLUM, laugardaginn 4 febrúar kl 1. (Athugið frítt inn þennan dag!) Heildarverðmæti verðlauna á Íslandsmótinu í Overwatch verða allt að 1.400.000 krónur. Landsliðið í Overwatch fær fríar Eitt gíg ljósleiðaratengingar í […]

23.12.2016 - 09:51

Gleði­lega hátíð

Nú fer myrkvið að víkja og ljósið tekur við Hátíð ljóssins á sér góðan stað í hjarta Ljósleiðarans Við óskum þér gleðilegra hátíða og farsæls komandi árs Starfsfólk Ljósleiðarans

30.11.2016 - 20:24

Hið nettengda heim­ili

Hið nettengda heimili (Blogg eftir Eirík Hjálmarsson) Fyrir rúmum áratug gerði ég gangskör að því að efla gagnatengingu heimilisins. Nú skyldi sko farið í ADSL! Samhliða var settur upp netbeinir þannig að maður gat flakkað með einu fartölvuna á heimilinu milli herbergja. Símainntakið er nefnilega þannig staðsett að væri maður vírtengdur þá þurfti maður að […]

13.10.2016 - 14:07

Kynn­ing­ar­mynd­band um Eitt gíg

Ljósleiðarinn býður nú upp á Eitt gíg þjónustu. Það eru 1000 megabitar á sekúndu af gæðasambandi heimila. Af því tilefni létum við gera kynningarmyndband fyrir Eitt gíg sem fylgir hér með

29.09.2016 - 17:00

Eitt gíg gæða­sam­band fyrir heim­ili

Ljósleiðarinn býður nú upp á Eitt gíg þjónustu frá með 1.október. Það eru 1000 megabitar á sekúndu af gæðasambandi heimila. Eitt gíg nettengingar fást hjá söluaðilum Ljósleiðarans. Hér er að finna söluaðila Ljósleiðarans. Ljósleiðarinn hefur áður verið á 100 og 500 megabita hraða og hefur nú hámarkshraði tvöfaldast. Ljósleiðarinn hefur það að sínu markmiði að […]

29.09.2016 - 16:00

Net­beinar sem geta meira

Ljósleiðarinn kemst núna upp í 1000 megabita (takk Moore’s Law). Það eru þó einhverjir flöskuhálsar sem geta komið í veg fyrir að þú fáir þann hraða alla leið í þitt tæki. Netbeinir Fyrsta sem þarf að athuga á heimilunum er netbeinirinn. Ræður hann við þennan hraða? Til að ná svona miklum hraða um þráðlaust net […]

25.09.2016 - 14:22

Vilt þú koma fólki í gæða­sam­band?

Það er nóg að gera hjá Ljósleiðaranum. Við leitum því að rafiðnaðarfólki til starfa við að afhenda viðskiptavinum okkar Ljósleiðarann. Við leitum að jákvæðu, útsjónarsömu og samskiptalipru fólki í hóp skemmtilegra og hæfra félaga sem standa vel saman í að veita viðskiptavinum Ljósleiðarans framúrskarandi þjónustu. ÞÚ FÆRÐ AÐ KOMA FÓLKI Í HÁGÆÐASAMBAND: Mæta nýrri áskorun […]

13.09.2016 - 17:34

Verð­breyt­ing Ljós­leið­ar­ans 1. nóv­em­ber

Þann 1.nóvember verður aðgangsgjald Ljósleiðarans uppfært. Það mun breytast um 100 kr. og verður þá 2.680 krónur á mánuði m/vsk. Aðgangsgjald Ljósleiðarans er gjald til Gagnaveitu Reykjavíkur fyrir aðgang að ljósleiðarakerfi Ljósleiðarans. Aðgangsgjaldið var síðast uppfært í apríl 2013 en á þeim tíma hefur verðlag hækkað um 6,4% en verðbreytingin nú er 3,9%. Stefnan er […]

21.06.2016 - 16:07

Nýtt hverfi Ljós­leið­ar­ans

Ljósleiðarinn er að klára stóran áfanga í dag í Hafnarfirði. Við erum að klára að tengja síðustu húsin í Áslandi og höfum með því tengt rétt um 500 heimili á svæðinu við Ljósleiðarann. Öllum framkvæmdum á þessu svæði er lokið og hefur lokaúttekt á jarðvinnu farið fram. Búið er að taka lokaúttekt á tengistöð og […]

12.05.2016 - 09:18

Kjartan Ari ráð­inn for­stöðu­maður hjá GR

Kjartan Ari Jónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Ljósleiðaradeildar Gagnaveitu Reykjavíkur.  Kjartan, sem er 37 ára, hefur starfað hjá GR frá árinu 2005. Mikil uppbygging stendur yfir hjá GR. Kjartan þekkir vel til þeirra verkefna en hann var áður uppbyggingarstjóri Ljósleiðarans, háhraða gagnaflutningsnetsins sem GR byggir og rekur. Kjartan er með M.Sc.  gráðu í rafmagnsverkfræði frá […]

06.04.2016 - 15:50

Skil­málar upp­færðir

Skilmálar Ljósleiðarans til heimila hafa verið uppfærðir. Þeir taka gildi 1. júní fyrir núverandi viðskiptavini og nú þegar fyrir nýja viðskiptavini. Helstu breytingar eru eftirfarandi: Tímabundið tilboð vegna aðgangsgjalds Ljósleiðarans fellur niður. Tengimánuður + 1 mánuður hafa verið í einhvern tíma felldir niður þegar heimili fær sér Ljósleiðarann. Það tilboð er ekki lengur í boði […]

06.03.2016 - 16:19

Nýr sölu­að­ili Ljós­leið­ar­ans

Í dag hefur fjarskiptafélagið Nova sölu á þjónustu um Ljósleiðarann. Nova mun bjóða upp á internet um Ljósleiðarann á 500 megabita hraða.  Upplýsingar um vörur Nova er að finna á www.nova.is eða hjá þjónustuveri þeirra í síma 5191919. Nova er framúrskarandi þjónustufyrirtæki sem hefur unnið Ánægjuvogina síðastliðin ár og hefur fram að þessu einbeitt sér að […]

04.02.2016 - 21:03

Cisco og Gagna­veita Reykja­víkur taka höndum saman um að bjóða heim­ilum 1000 mega­bita net­hraða

Cisco og Gagnaveita Reykjavíkur taka höndum saman um að bjóða heimilum 1000 megabita nethraða Cisco og Gagnaveita Reykjavíkur munu gefa íslenskum heimilum kost á að fá 1 gígabits nethraða strax á þessu ári og gera Ísland að prófunarsvæði á heimsmælikvarða fyrir snjalllausnir og Interneti allra hluta (Internet of Everything). Samkomulag Gagnaveitu Reykjavíkur og Cisco felur einnig […]

02.02.2016 - 16:42

Ljós­leið­ar­inn verður á UTmess­unni í ár

Ljósleiðarinn verður öflugur á UTmessunni sem haldin verður í Hörpu um næstu helgi (5.–6.febrúar). Við verðum með fyrirlestur á föstudeginum fyrir þá sem taka þátt í ráðstefnunni. Þar munu Erling Freyr framkvæmdarstjóri Ljósleiðarans ásamt tæknistjóra okkar, Jóni Inga, fara yfir hlutverk Ljósleiðarans í snjallvæðingu heimila og fyrirtækja. Fyrirlesturinn fer yfir árangur ljósleiðaravæðingar Reykjavíkur og nágrennis, […]

31.01.2016 - 17:15

Ljós­leið­ar­inn.is frum­leg­asti vefur árs­ins 2015

Nýr vefur Ljósleiðarans vann til verðlauna síðastliðin föstudag á uppskeruhátíð vefiðnaðarins. Samtök vefiðnaðarins veitti Ljósleiðaranum sérstök dómnefndarverðlaun fyrir frumlegasta vefinn árið 2015. Ljósleiðarinn fékk einnig tvær tilnefningar sem besti fyrirtækjavefurinn hjá fyrirtækjum með færri en 50 starfsmenn og besti þjónustuvefur viðskiptavina. Við þökkum dómnefnd SVEF kærlega fyrir okkur, Kosmos & Kaos fyrir dugnaðarvinnu, Hvíta Húsinu […]

11.11.2015 - 13:05

Tíu þús­und heim­ili í Hafnar­firði tengj­ast Ljós­leið­ar­anum

Bæjarstjóri Hafnarfjarðarkaupstaðar og framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um ljósleiðaratengingu allra heimila í bænum. Nú þegar nær Ljósleiðarinn til um 2.100 heimila í Hafnarfirði. Í kjölfar viljayfirlýsingarinnar munu 500 heimili til viðbótar verða tengd fyrir árslok og alls verða um tíu þúsund heimili í Hafnarfirði tengd ljósleiðaranum fyrir árslok 2018. Það eru öll heimili […]

05.11.2015 - 16:36

Ljós­leið­ar­inn byggður upp í Garðabæ

Gagna­veita Reykja­vík­ur og Garðabær hafa skrifað und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu um sam­starf við ljós­leiðara­væðingu heim­ila í Garðabæ. Nú þegar eru 1.800 heim­ili í bæn­um tengd Ljós­leiðar­an­um og með sam­komu­lag­inu mun þeim fjölga í 5.300 fyr­ir lok árs 2018. Í til­kynn­ingu er haft eft­ir Erl­ingi Frey Guðmunds­syni, fram­kvæmd­ar­stjóra Gagna­veit­unn­ar, að öllum nýj­um heim­il­um sem tengj­ast Ljós­leiðar­an­um í Garðabæ standi […]

21.10.2015 - 12:54

Nýr þjón­ustu­vefur

Nýr þjónustuvefur fyrir fjarskiptafyrirtæki fór í loftið um leið og ný heimasíða Ljósleiðarans leit dagsins ljós. Vefurinn er unninn með veffyrirtækinu Kosmos & Kaos og auglýsingastofunni Hvíta húsinu. Þjónustuvefurinn hefur það hlutverk að auðvelda og einfalda samskipti fjarskiptafyrirtækja við Gagnaveitu Reykjavíkur og eru miklar vonir bundnar við að hann einfaldi líf þeirra og bæti þjónustu. Vefurinn […]

06.10.2015 - 09:00

Ljós­leið­ari til heim­ila í Borg­ar­nesi og á Hvann­eyri

Stjórnendur Gagnaveitu Reykjavíkur (GR) og Borgarbyggðar skrifuðu sl. föstudag undir viljayfirlýsingu um samstarf við ljósleiðaravæðingu heimila í þéttbýli Borgarbyggðar. GR ætlar að tengja öll heimili í þéttbýliskjörnunum í Borgarnesi og á Hvanneyri á árunum 2016 til 2018. Um 900 heimili í Borgarnesi verða tengd Ljósleiðaranum og um 80 á Hvanneyri. Ljósleiðarastrengur GR liggur nú þegar […]

11.09.2015 - 16:00

Nýir vefir

Gagnaveita Reykjavíkur hefur sett í loftið tvo nýja vefi; annars vegar nýjan vef þar sem mögulegt er að nálgast allar upplýsingar um Ljósleiðarann á www.ljosleidarinn.is. Einnig hefur verið komið á fót þjónustuvef fyrir fjarskiptafélög og þjónustuvefur heimila hefur fengið nýtt útlit. Samhliða nýjum vef þá hefur fyrirtækið farið í endurmörkun með tilheyrandi breytingum á litum og útliti […]

27.05.2015 - 18:00

Heim­ili í Kópa­vogi fá 1 gíga­bit/­sek­úndu sam­band á afmælis­ári sínu

Kópavogsbær og Gagnaveita Reykjavíkur hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um aukinn uppbyggingarhraða Ljósleiðarans í bæjarfélaginu. Allir nýir viðskiptavinir Gagnaveitu Reykjavíkur í Kópavogi munu fá  búnað sem ræður við 1 Gb/s gagnahraða. Með þessu er Gagnaveitan að koma Kópavogsbæ í fremstu röð bæjarfélaga í fjarskiptum en 64% heimila í  munu í lok árs hafa aðgengi að hraðasta […]

01.02.2015 - 09:00

Nýr fram­kvæmda­stjóri Gagna­veit­unnar

Erling Freyr Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags Orkuveitunnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Erling stofnaði Ljósvirkjann, þjónustufyrirtæki við fjarskiptafyrirtæki, árið 1996 og upp úr aldamótum stofnaði hann ásamt öðrum Industria, fyrirtæki sem sérhæfði sig í þjónustu við uppbyggingu ljósleiðarakerfa. Hann rak það fyrirtæki hér á landi frá 2003 og síðan á Bretlandseyjum […]