Um Okkur

22.03.2018 - 10:30

Ljósleiðarinn er á leiðinni í Árborg

Gagnaveita Reykjavíkur og sveitarfélagið Árborg hafa gert með sér samkomulag um ljósleiðaravæðingu alls þéttbýlis í sveitarfélaginu. Þau Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Árborgar og Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur hafa skrifað undir viljayfirlýsingu þessa efnis. Samkvæmt henni er stefnt að því að ljúka verkefninu fyrir árslok 2021.