Um Okkur

Framkvæmdir

9. maí 2018

Setberg í Hafnarfirði

Við klárum að tengja allt þéttbýli Hafnarfjarðar við Ljósleiðarann á þessu ári og þau um 80 heimili sem eftir standa í Setbergi verða kláruð í Júlí ef áætlanir ganga eftir.

5. maí 2018

Borgarbyggð

Búið er að tengja öll heimili í Borgarnes Borgarbyggð við Ljósleiðarann og við klárum að tengja allt þéttbýli í Hvanneyri vonandi í lok júní.

24. október 2017

Garðabær 2018

Öll heimili í þéttbýli í Garðabæ eiga að vera orðin tengd við Ljósleiðarann í sumar en einungis er verið að klára um 170 heimili í Búðahverfi og það á að klárast í Júlí

24. október 2017

Árborg

Jarðvinna byrjaði í vor í Árborg og stefnt er á fyrstu afhendingu í Ágúst en þá eiga að tengjast fyrstu 500 heimilin við Ljósleiðarann.  
Síðan er áætlað að um 500 heimili bætist við í október og loks um 1000 í desember.

Stefnt er á að tengja um 60% heimila í Árborg á þessu ári við Ljósleiðarann

24. október 2017

Ásbrú Reykjanesbæ

Við stefnum á að tengja meirihlutann af heimilum í Ásbrú Reykjanesbæ við Ljósleiðarann á þessu ári
Þetta eru um 1300 heimili og stefnt er á að afhenda fyrstu 300 heimilin í september og síðan um 1000 í nóvember.