Fram­kvæmdir árs­ins

Árborg 2020
Við munum tengja um 340 heimili á Selfossi í Árborg við Ljósleiðarann á árinu 2020.

Restin af Selfossi, sem telur um 680 heimili, mun tengjast Ljósleiðaranum árið 2021 samkvæmt áætlun.

Áætlað er að ljósleiðarastrengur verður lagður að Stokkseyri og Eyrarbakka á árinu 2020 og verður ákvörðun um tengingu tekin í kjölfarið.

Nú þegar hafa um 2.000 heimili á Selfossi tengst Ljósleiðaranum og eru því um 65% heimili á Árborg sem geta fengið þjónustu yfir Ljósleiðarann.

Yfirlitsmynd yfir Selfoss í Árborg
Yfirlitsmynd yfir Selfoss í Árborg

Reykjanesbær 2020
Við tengjum um 1.800 heimili við Ljósleiðarann á árinu 2020.
Áætlað er að tengja um 3.850 heimili árið 2021.

Nú þegar hafa um 1.000 heimili í Reykjanesbæ tengst Ljósleiðaranum og eiga því um 16% heimili kost á að fá þjónustu yfir Ljósleiðarann.

Yfirlitsmynd yfir Reykjanesbæ
Yfirlitsmynd yfir Reykjanesbæ