Um Okkur

02.05.2017 - 12:41

Staðbundnar truflanir á sjónvarpsþjónustu

Búið er að greina bilun í miðlægum búnaði í kerfum Gagnaveitu Reykjavíkur sem olli truflunum á sjónvarpsþjónustu á álagstímum hjá hluta notenda Ljósleiðarans

Sérstaklega miklar truflanir voru á sjónvarpinu í gær og fyrradag milli kl 21 og 23 og biðjumst við velvirðingar á því

12.04.2017 - 16:39

Nýtt í netbúnaði

Það eru komnir nokkrir mánuðir síðan við fjölluðum um netbeina sem geta meira og kominn tími á nýjustu fregnir og tíðindi af netbúnaðarmálum.

12.04.2017 - 16:19

Vilt þú koma fólki í samband við framtíðina?

Við leitum að jákvæðum, handlögnum og samskiptaliprum rafvirkjum  í ört vaxandi hóp skemmtilegra vinnufélaga sem hjálpast að við að leggja Ljósleiðarann inn í heimahús.

04.02.2017 - 18:55

Úrslit Íslandsmeistaramótsins í Overwatch 2017

Úrslit liggja fyrir eftir æsispennandi Íslandsmeistaramót í Overwatch fyrir árið 2017. 49 lið og yfir 300 leikmenn tóku þátt í mótinu og var fyrri hluti spilaður á netinu. Úrslit fóru svo fram í dag á UTmessunni og mættu liðin Einherjar og Team Hafficool til leiks.

20.01.2017 - 15:53

Íslandsmótið í Overwatch

LjósleiðarinnTölvutekHringdu og Hringiðan Internetþjónusta standa saman að Íslandsmótinu í Overwatch sem fram fer á netinu fram að úrslitaleiknum í Hörpu á UTmessan: Sýningardagur laugardaginn 4. feb. 2017 OPIÐ ÖLLUM,
laugardaginn 4 febrúar kl 1. (Athugið frítt inn þennan dag!)

Heildarverðmæti verðlauna á Íslandsmótinu í Overwatch verða allt að 1.400.000 krónur.

Landsliðið í Overwatch fær fríar Eitt gíg ljósleiðaratengingar í ár að verðmæti um 900.000 krónur 
(6 x tengingar til áramóta 2017/2018)

Hægt verður að velja á milli Eitt gíg nettenginga yfir Ljósleiðarann frá bæði Hringiðan Internetþjónusta og Hringdu

Landsliðið í Overwatch fær einnig 210.000 krónur í peningum 
og þar að auki 120.000 í gjafabréfum frá Tölvutek

Heildarverðmæti verðlauna hjá Landsliðinu 
verða = 1.230.000 krónur

Silfurliðið fær 90.000 í peningum og 
þar að auki 60.000 króna gjafabréf frá Tölvutek

Heildarverðmæti verðlauna hjá silfurliðinu = 150.000 krónur

Þetta verður æsispennandi og við vonumst eftir að sjá sem flesta á UTmessan þegar úrslitin fara fram en við munum líka streyma beint frá viðburðinum á Twitch og Vísir.is

Game on

23.12.2016 - 09:51

Gleðilega hátíð

Nú fer myrkið að víkja og ljósið tekur við
Hátíð ljóssins á sér góðan stað
í hjarta Ljósleiðarans

Við óskum þér gleðilegra hátíða
og farsæls komandi árs

Starfsfólk Ljósleiðarans

29.11.2016 - 08:16

Gínu-áskorun Ljósleiðarans

Við erum svo nýjungagjörn hérna hjá Ljósleiðaranum að við tókumst á við mjög móðins áskorun
#MannequinChallenge

13.10.2016 - 14:07

Kynningarmyndband um Eitt gíg

Ljósleiðarinn býður nú upp á Eitt gíg þjónustu. Það eru 1000 megabitar á sekúndu af gæðasambandi heimila.

Af því tilefni létum við gera kynningarmyndband fyrir Eitt gíg sem fylgir hér með

29.09.2016 - 16:00

Netbeinar sem geta meira

Ljósleiðarinn kemst núna upp í 1000 megabita (takk Moore's Law). Það eru þó einhverjir flöskuhálsar sem geta komið í veg fyrir að þú fáir þann hraða alla leið í þitt tæki.

25.09.2016 - 14:22

Vilt þú koma fólki í gæðasamband?

Það er nóg að gera hjá Ljósleiðaranum. Við leitum því að rafiðnaðarfólki til starfa við að afhenda viðskiptavinum okkar Ljósleiðarann.

21.06.2016 - 16:07

Nýtt hverfi Ljósleiðarans

Ljósleiðarinn er að klára stóran áfanga í dag í Hafnarfirði. Við erum að klára að tengja síðustu húsin í Áslandi og höfum með því tengt rétt um 500 heimili á svæðinu við Ljósleiðarann.

12.05.2016 - 09:18

Kjartan Ari ráðinn forstöðumaður hjá GR

Kjartan Ari Jónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Ljósleiðaradeildar Gagnaveitu Reykjavíkur.  Kjartan, sem er 37 ára, hefur starfað hjá GR frá árinu 2005.

06.04.2016 - 15:50

Skilmálar uppfærðir

Skilmálar Ljósleiðarans til heimila hafa verið uppfærðir. Þeir taka gildi 1.júní fyrir núverandi viðskiptavini og nú þegar fyrir nýja viðskiptavini. Vinsamlegast kynnið ykkur breytingar hér.

06.03.2016 - 16:19

Nýr söluaðili Ljósleiðarans

Í dag hefur fjarskiptafélagið Nova sölu á þjónustu um Ljósleiðarann.
Nova mun bjóða upp á internet um Ljósleiðarann á 500 megabita hraða. 

Upplýsingar um vörur Nova er að finna á www.nova.is eða hjá þjónustuveri þeirra í síma 5191919.

02.02.2016 - 16:42

Ljósleiðarinn verður á UTmessunni í ár

Ljósleiðarinn verður öflugur á UTmessunni sem haldin verður í Hörpu um næstu helgi (5.–6.febrúar). Við verðum með fyrirlestur á föstudeginum fyrir þá sem taka þátt í ráðstefnunni.

31.01.2016 - 17:15

Ljósleiðarinn.is frumlegasti vefur ársins 2015

Nýr vefur Ljósleiðarans vann til verðlauna síðastliðin föstudag á uppskeruhátíð vefiðnaðarins. Samtök vefiðnaðarins veitti Ljósleiðaranum sérstök dómnefndarverðlaun fyrir frumlegasta vefinn árið 2015.

05.11.2015 - 16:36

Ljósleiðarinn byggður upp í Garðabæ

Gagna­veita Reykja­vík­ur og Garðabær hafa skrifað und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu um sam­starf við ljós­leiðara­væðingu heim­ila í Garðabæ. Nú þegar eru 1.800 heim­ili í bæn­um tengd Ljós­leiðar­an­um og með sam­komu­lag­inu mun þeim fjölga í 5.300 fyr­ir lok árs 2018.

21.10.2015 - 12:54

Nýr þjónustuvefur

Nýr þjónustuvefur fyrir fjarskiptafyrirtæki fór í loftið um leið og ný heimasíða Ljósleiðarans leit dagsins ljós. Vefurinn er unninn með veffyrirtækinu Kosmos & Kaos og auglýsingastofunni Hvíta húsinu.

06.10.2015 - 09:00

Ljósleiðari til heimila í Borgarnesi og á Hvanneyri

Stjórnendur Gagnaveitu Reykjavíkur (GR) og Borgarbyggðar skrifuðu sl. föstudag undir viljayfirlýsingu um samstarf við ljósleiðaravæðingu heimila í þéttbýli Borgarbyggðar. GR ætlar að tengja öll heimili í þéttbýliskjörnunum í Borgarnesi og á Hvanneyri á árunum 2016 til 2018.

11.09.2015 - 16:00

Nýir vefir

Gagnaveita Reykjavíkur hefur sett í loftið tvo nýja vefi; annars vegar nýjan vef þar sem mögulegt er að nálgast allar upplýsingar um Ljósleiðarann á www.ljosleidarinn.is.

01.02.2015 - 09:00

Nýr framkvæmdastjóri Gagnaveitunnar

Erling Freyr Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags Orkuveitunnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.